Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen
Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen verslunarstjóri fæddist 30. maí 1837.
Foreldrar hans voru Jóhann Bjarnasen verslunarstjóri, f. 9. febrúar 1808, d. 18. júlí 1845, og Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.
Gísli kom til Eyja með foreldrum sínum 1837. Eftir dauða föður síns var hann í fyrstu í fóstri hjá Jóni Austmann og Þórdísi Magnúsdóttur á Ofanleiti, en hjá Carl Ludvig Möller verslunarstjóra og Ingibjörgu Þorvarðsdóttur konu hans í Juliushaab frá 1846.
Hann var búðardrengur í Juliushaab 1850, verslunarþjónn þar 1855.
Gísli sigldi til Kaupmannahafnar 1859 og kom til baka að Juliushaab 1860, varð verslunarstjóri þar 1861 eftir lát Möllers og gegndi starfinu til 1869.
Á árinu 1869 varð hann verslunarstjóri í Garðinum, en Jón Salomonsen varð þá verslunarstjóri í Juliushaab.
Þau María misstu elsta barn sitt, 6 ára dreng, 1875.
Gísli var verslunarfulltrúi í Garðinum 1880, bjó í Pétursborg 1882 og á Vilborgarstöðum 1883.
Fjölskyldan fluttist alfarin til Danmerkur 1883.
I. Barnsmóðir Gísla var Halla Sigurðardóttir vinnukona frá Langagerði í Stórólfshvolssókn, f. 1830, d. 15. mars 1890.
Barn þeirra var
1. Gísla Gíslason Bjarnasen beykir og smiður, f. 27. júlí 1858, d. 6. maí 1897. Hann var alinn upp hjá ömmusystur sinni Jóhönnu Jósdóttur Abel.
II. Kona Gísla, (21. nóvember 1862), var Dortia Maria Ásdís Ásmundsdóttir, f. 3. júní 1839.
Börn þeirra hér:
2. Johan Carl Anders Bjarnasen, f. 5. febrúar 1869, d. 4. maí 1875.
3. María Sigríður Ásdís Bjarnasen, f. 12. mars 1871. Hún fluttist til Danmerkur.
4. Jóhann Gísli Anders Bjarnasen, f. 30. desember 1873. Hann fluttist til Danmerkur.
5. Rósa Jónína Petrea Bjarnasen, f. 20. ágúst 1875 í Stakkagerði. Hún fluttist til Danmerkur.
6. Jóhanna Soffía Ágústa Bjarnasen, f. 24. ágúst 1877. Hún fluttist til Danmerkur.
7. Níels Kristinn Benedikt Bjarnasen, f. 23. febrúar 1879. Hann fluttist til Danmerkur.
8. Anders Peter Asmund Bjarnasen, f. 2. febrúar 1882 í Pétursborg. Hann fluttist til Danmerkur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.