Sigurður Einarsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2014 kl. 16:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2014 kl. 16:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Einarsson''' klénsmiður, bóndi, sjómaður á Kirkjubæ, fæddist 10. júní 1806 og lést 20. maí 1846.<br> Foreldrar hans voru [[Einar Sigurðsson (V...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Einarsson klénsmiður, bóndi, sjómaður á Kirkjubæ, fæddist 10. júní 1806 og lést 20. maí 1846.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1769, d. 18. mars 1852, og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1782, d. 8. maí 1854.

Systkini Sigurðar voru:
1. Guðmundur Einarsson, f. 1804, d. 2. september 1822.
2. Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 5. nóvember 1817, d. 6. október 1899.
3. Árni Einarsson bóndi, hreppstjóri og alþingismaður, f. 12. júní 1824, d. 19. febrúar 1899.

Sigurður var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1816. Hann lærði málmsmíðar erlendis, klénsmiður kallaður.
Hann kvæntist Guðnýju 1837. Þau bjuggu á Kirkjubæ.
Börn þeirra dóu öll úr ginklofa. Hann lést 1846 úr „taksótt og gulu“.

Kona Sigurðar, (7. júní 1837) var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, frá Ofanleiti, f. 17. júní 1816, d. 20. júlí 1889.
Börn þeirra hér:
1. Jón Sigurðsson, f. 13. júlí 1838, d. 19. júlí 1838 úr ginklofa.
2. Helga Sigurðardóttir, f. 8. september 1839, d. 21. september 1839 úr ginklofa.
3. Einar Sigurðsson, f. 13. nóvember 1840, d. 19. nóvember 1840 úr ginklofa.
4. Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 4. apríl 1842, d. 12. apríl 1842 úr ginklofa.
5. Vigfús Sigurðsson, f. 21. júlí 1843, d. 21. júlí 1843 úr ginklofa.
6. Signý Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1844, d. 9. september 1844 úr ginklofa.


Heimildir