Vigdís Guðmundsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1782 og lést 8. maí 1854.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri þar, f. 1757, d. 4. apríl 1836, og fyrri kona hans Þorlaug Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1750, d. 27. október 1803.

Bróðir Vigdísar var Hans Guðmundsson bóndi í Presthúsum, f. 2. júní 1792, d. 23. júní 1835.

Vigdís ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún var gift vinnukona hjá þeim 1801 og þar var maður hennar Einar einnig vinnumaður.
1816 voru þau bændur á Vilborgarstöðum og síðan meðan Einari entist líf, líklega í skjóli Árna sonar síns síðustu árin.

I. Maður Vigdísar, (26. september 1799), var Einar Sigurðsson bóndi, f. 1769, d. 18. mars 1852.
Þau Einar og Vigdís eignuðust 17 börn, en 11 dóu nýfædd eða í frumbernsku og tvö fæddust andvana.
Börn Vigdísar og Einars voru:
1. Hallfríður Einarsdóttir, f. 17. janúar 1802, d. 25. janúar 1802 úr ginklofa.
2. Jón Einarsson, f. í apríl 1803, d. 21. apríl 1803 úr ginklofa.
3. Guðmundur Einarsson, f. 1804, d. 2. september 1822 úr landfarsótt.
4. Sigurður Einarsson klénsmiður, (þ.e. málmsmiður), sjávarbóndi, f. 10. júní 1806, d. 20.maí 1846.
5. Ísleifur Einarsson, f. 2. júlí 1807, d. 8. júlí 1807 úr ginklofa.
6. Þorlaug Einarsdóttir, f. 24. febrúar 1809, d. 28. febrúar 1809 úr ginklofa.
7. Jón Einarsson, f. 14. ágúst 1810, d. 26. ágúst 1810 úr „þrringslum í querkum“, líklega krampi, ginklofi.
8. Þorgerður Einarsdóttir, f. 2. febrúar 1812, d. 9. febrúar 1812 úr „Barnaveikindum“.
9. Sveinn Einarsson, f. 10. apríl 1814. Mun hafa dáið ungur. Skýrslur skortir. Er ekki á mt 1816.
10. Magnús Einarsson, f. 18. júlí 1815. Mun hafa dáið ungur. Skýrslur skortir. Er ekki á mt 1816.
11. Jón Einarsson, f. 29. júní 1816, „skýrður skemri skýrn“. Mun hafa dáið nýfæddur. Skýrslur skortir. Finnst ekki 1816.
12. Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 5. nóvember 1817, d. 6. október 1899.
13. Guðleif Einarsdóttir, f. 25. desember 1819, d. 25. nóvember 1819 úr „Barnaveiki“, 7 daga gömul. Hér er misræmi í dagsetningum.
14. Andvana fætt sveinbarn, f. 25. maí 1821.
15. Andvana fætt sveinbarn, f. 25. maí 1821.
16. Guðmundur, f. 12. janúar 1823. Hann finnst ekki síðan. Mun hafa dáið ungur.
17. Árni Einarsson bóndi, hreppstjóri og alþingismaður, f. 12. júní 1824, d. 19. febrúar 1899.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.