Anna Guðmundsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2014 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2014 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Anna Guðmundsdóttir''' húsfreyja og prestkona á Kirkjubæ fæddist 1757 og lést 17. apríl 1849.<br> Foreldrar hennar voru sr. [[Guðmundur Högnason (prestur)...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Guðmundsdóttir húsfreyja og prestkona á Kirkjubæ fæddist 1757 og lést 17. apríl 1849.
Foreldrar hennar voru sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1725, d. 16. desember 1785.

Börn sr. Guðmundar og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Maki hennar og börn eru ókunn.
2. Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1750, d. 13. febrúar 1793. Kona hans var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja.
3. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja.
4. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
5. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
6. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.

Bjarnhéðinn var í fyrstu, (frá 1778), aðstoðarprestur föður Önnu, en honum var veitt sóknin 1791. Þau sátu á Kirkjubæ. Hún var þar húsfreyja a.m.k. 1780 og til dd. sr. Bjarnhéðins 1821.
Hún ól 6 börn, en aðeins eitt lifði til fullorðinsára, Rakel húsfreyja á Búastöðum.
Anna var til heimilis hjá Rakel dóttur sinni og Bjarna á Búastöðum, líklega frá 1821, a.mk. var hún þar til heimilis 1835 til dd. 1849 og naut lífeyris prestsekkna.

Maður Önnu var sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821.
Börn þeirra hér. (Ath. að fæðingaskrá í Eyjum er til frá árinu 1786, en dánarskrá með eyðum frá 1785):
1. Jakob Bjarnhéðinsson, f. (1780), d. 4. febrúar 1785, dó 5 ára úr „kæfandi kvefi“.
2. Þuríður Bjarnhéðinsdóttir, f. (11. nóvember 1785), d. 20. nóvember 1785, 9. daga gömul úr ginklofa.
3. Jakob Bjarnhéðinsson, f. 1. febrúar 1787, d. 7. febrúar 1787 úr „brjóstveiki“.
4. Margrét Bjarnhéðinsdóttir, f. 13. nóvember 1789, d. 22. nóvember 1789 úr ginklofa.
5. Guðmundur Bjarnhéðinsson, f. 3. desember 1791, d.10. desember 1791 úr ginklofa.
6. Rakel Bjarnhéðinsdóttir, f. 2. október 1794, d. 17. júní 1856.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.