Árni Guðmundsson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1762 og lést 21. apríl 1819.
Foreldrar hans voru sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1725, d. 16. desember 1785.

Börn sr. Guðmundar og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Hún var ekkja, vinnukona á Kirkjubæ 1801, ekkja þar 1816. Maki hennar og börn eru ókunn.
2. Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1750, d. 13. febrúar 1793. Kona hans var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja.
3. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja.
4. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
5. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
6. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.
7. Guðrún Guðmundsdóttir bústýra og vinnukona á Búastöðum, f. 1769, d. 8. janúar 1841 á Búastöðum.

Árni var á milli kvenna á Vilborgarstöðum 1801 með bústýruna Þorbjörgu Pétursdóttur 22 ára. Hún varð, (1802), kona Jóns Arasonar, sem varð aðstoðarprestur föður síns á Ofanleiti 1805 og síðan sóknarprestur þar.
Árni kvæntist aftur 1801.

Árni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Árna, (4. nóvember 1791), var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 26. febrúar 1799.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Árnadóttir, f. 18. ágúst 1792, d. 20. ágúst 1792 úr ginklofa.
2. Guðmundur Árnason, f. 9. febrúar 1794, d. 15. febrúar 1794 úr ginklofa.
3. Gísli Árnason, f. í júlí 1795, d. 12. júlí 1795 úr ginklofa.

II. Síðari kona Árna, (19. nóvember 1801), var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1766, d. 15. ágúst 1842.
Börn þeirra hér:
4. Guðmundur Árnason, f. 27. júni 1803, d. 2. júlí 1803 úr ginklofa.
5. Katrín Árnadóttir, f. í júlí 1805, d. 11. júlí úr ginklofa.
6. Stefán Árnason, f. 10. október 1808, d. 24. október 1808 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.