Rakel Bjarnhéðinsdóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rakel Bjarnhéðinsdóttir húsfreyja á Búastöðum fæddist 2. október 1794 og lést 17. júní 1856.
Foreldrar hennar voru sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821, og Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1757, d. 17. apríl 1849.

Systkini Rakelar voru fimm, en hún var eina barnið, sem lifði bernskuna.
Hún var 7 ára með foreldrum sínum 1801 og 22 ára með þeim 1816.
Þau Bjarni giftust 1825. Þau voru systkinabörn. Hann var sonur Stefáns Guðmundssonar, bróður Önnu móður Rakelar.
Rakel ól 3 börn og missti þau öll úr „barnaveiki“, sem hér mun hafa merkingu stífkrampans, ginklofans, svo algengur var hann hjá hvítvoðungum. Hann er stundum nefndur „barnaveikin“ hjá prestinum.
Þau Bjarni bjuggu á Búastöðum og þar voru þau 1850. 1853 var Rakel 59 ára próventukona í Nýjabæ hjá Magnúsi Austmann og Kristínu Einarsdóttur og þar lést hún 1856.
Bjarni fluttist að Tjörnum u. Eyjafjöllum og lést þar 1855.

Maður Rakelar, (15. nóvember 1825), var Bjarni Stefánsson bóndi og sjómaður á Búastöðum f. 29. apríl 1790, d. 3. júní 1855.
Börn þeirra hér:
1. Bjarnhéðinn Bjarnason, f. 29. október 1826, d. 13. nóvember 1826 úr „Barnaveiki“.
2. Bjarni Bjarnason, f. 24. apríl 1829, 14. maí 1829 úr „Barnaveiki“.
3. Guðmundur Bjarnason, f. 1. október 1833, d. 7. október 1833 úr „Barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.