Jón Jónsson (Norður-Gerði)
Kynning.
Jón Jónsson bóndi í Norður-Gerði, fæddist 22. júlí 1854 á Brattlandi á Síðu og lést 1. apríl 1925.
Foreldrar hans voru Jón í Presthúsum Jónsson og kona hans
Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja, 2. júní 1831 á Prestbakka á Síðu, d. 27. september 1907.
Kona Jóns í Gerði var Guðbjörg, fædd að Neðri-Dal undir Eyjafjöllum 25. júní 1855 Björnsdóttir síðar bónda að Kirkjubæ hér Einarssonar og konu hans Guðrúnar Hallvarðsdóttur, ættaðri undan Eyjafjöllum.
Bróðir Jóns í Gerði var Guðlaugur bóndi í Gerði, fæddur 11. nóvember 1866, dáinn 25. apríl 1948, kvæntur Margréti Eyjólfsdóttur húsfreyju, en þau voru foreldrar Stefáns Guðlaugssonar í Gerði.
Börn Jóns og Guðbjargar í Gerði voru:
1. Björn Eiríkur Jónsson bóndi, f. 16. desember 1884, d. 30. apríl 1979.
2. Jónína Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Norður-Gerði, f. 25. júní 1887, d. 2. nóvember 1972, gift Birni Erlendssyni bónda, f. 8. júní 1879, d. 8. marz 1923.
Jón var bóndi og útvegsmaður, kunnur formaður á fyrsta Halkion-bátnum.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Jón í Gerði var meðalmaður á hæð, vel þrekinn, fríður, snemma með alskegg, var annars skolhærður, en ljós yfirlitum. Hann var mesti kraftakarl, stilltur, gætinn, orðvar, en vel máli farinn. Gamalt orðtak bendir til að Jón hafi verið stilltur:
„Hann var rólegur, hann Jón í Gerði.“
Þegar báturinn var nærri að farast, tók Jón pípu sína og kveikti í henni í mestu rólegheitum.
Jón var góður veiðimaður á gömlu aðferðirnar, en náði aldrei sérlegri leikni með háf, var þó talinn í öðrum flokki veiðimanna.
Jón var besti drengur, búhöldur, góður félagi, sem lengi mun minnst með hlýju.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Vestmannaeyjar – byggð og eldgos. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ísafoldarprentsmiðja 1973.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.