Helgi Guðlaugsson (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2013 kl. 11:44 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2013 kl. 11:44 eftir Víglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Helgi

Helgi Guðlaugsson fæddist 3. september 1901 og lést 9. júní 1985. Helgi var bílstjóri í Vinnslustöðinni.

Eiginkona hans var Guðrún Bjarnadóttir. Synir þeirra voru Guðlaugur og Bjarni. Þau bjuggu í húsinu við Heimagötu 30.

Frekari umfjöllun

Helgi Guðlaugsson bifreiðarstjóri á Heiði, fæddist 3. september 1901 á Eyrarbakka og lést 9. júní 1985.
Faðir Helga var Guðlaugur sjómaður í Mundakoti á Eyrarbakka 1910, f. 18. apríl 1876, d. 1. febrúar 1969, Guðmundsson bónda í Tjarnarkoti og á Langekru á Rangárvöllum, f. 10. september 1835 í Háarima, d. 16. desember 1909 á Bala í Þykkvabæ, Jónssonar bónda í Háarima, f. 1798, d. 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk Daðasonar.
Móðir Guðmundar bónda í Tjarnarkoti og Langekru og kona Jóns bónda í Háarima var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ, f. 1769, d. 1839, Oddssonar og konu Jóns Oddssonar Sigríðar húsfreyju Magnúsdóttur, f. 1772, d. 1841.
Móðir Guðlaugs í Mundakoti og kona Guðmundar í Tjarnarkoti var Guðbjörg húsfreyja, f. 23. febrúar 1842, d. 26. október 1930, Árnadóttir bónda á Norðurbakka í Háfssókn, f. 1800, d. 12. mars 1872, Jónssonar og konu Árna, Ólafar húsfreyju, f. 1796, d. 1862, Einarsdóttur.

Móðir Helga á Heiði og kona Guðlaugs sjómanns í Mundakoti var Þuríður húsfreyja í Mundakoti 1910, f. 30. nóvember 1874 í Eyrarbakkasókn, d. 24. mars 1963, Magnúsdóttir bónda í Nýjabæ í Stokkseyrarsókn 1890, f. 8. júlí 1848, d. 24. júní 1923, Magnússonar bónda í Stóra Rimakoti 1850, f. 1817, d. 1905, Andréssonar og konu Magnúsar í Stóra Rimakoti, Jórunnar húsfreyju, f. 1815, Pétursdóttur bónda í Einkofa í Eyrarbakkasókn, f. 1768, Ólafssonar og konu Péturs, Agnesar húsfreyju, f. 1776, Runólfsdóttur.
Kona Magnúsar Magnússonar bónda í Nýjabæ og móðir Þuríðar húsfreyju í Mundakoti var Ingigerður húsfreyja í Nýjabæ, f. 3. september 1853, d. 18. apríl 1938, Jónsdóttir bónda í Mundakoti, f. 1816, d. 1895, Magnússonar Arasonar og konu Jóns í Mundakoti, Þuríðar húsfreyju, f. 1812 í Stokkseyrarhreppi, Árnadóttur.

Bróðir Helga var Guðjón Guðlaugsson bóndi í Gvendarhúsi.

Kona Helga var Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, fædd 31. júlí 1904, dáin 2. apríl 1971.
Faðir hennar var Bjarni bóndi í Túni, f. 23. nóvember 1869, d. 24. desember 1914.
Móðir Guðrúnar og kona Bjarna í Túni var Sigurlín húsfreyja í Túni, f. 20. júlí 1882, d. 8. september 1935, Jónsdóttir bónda í Túni Vigfússonar og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur.
Synir þeirra Guðrúnar voru:
1. Guðmundur Helgason, f. 15. desember 1924, d. 18. nóvember 1947.
2. Bjarni Helgason, f. 26. júlí 1927, d. 10. febrúar 2013.
3. Guðlaugur Helgason, f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Myndir


Heimildir

  • gardur.is