Þóranna Guðrún Jónsdóttir (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2013 kl. 18:06 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2013 kl. 18:06 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þóranna Guðrún Jónsdóttir''' húsfreyja á Ekru fæddist 28. maí 1887 og lést 9. júní 1920. <br> Faðir hennar var Jón sjómaðu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þóranna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Ekru fæddist 28. maí 1887 og lést 9. júní 1920.
Faðir hennar var Jón sjómaður í Norðurgarði, f. 11. mars 1859, hrapaði til bana úr Ystakletti 20. ágúst 1890, Ísaks Jakobs bónda í Norðurgarði 1860, vinnumanns í Ömpuhjalli 1870, f. 1833 í Eyvindarhólasókn, Jónssonar bónda á Hrútafelli 1835, á Helgusöndum í Stóra-Dalssókn 1845, f. 1801 í Breiðavíkursókn, d. 17. janúar 1859, Brynjúlfssonar, og konu Jóns Brynjúlfssonar, Þóru húsfreyju, f. 1799 í Steinasókn, d. 4. mars 1864, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Ísakssonar og kona Ísaks Jakobs var Guðrún húsfreyja í Norðurgarði 1860; var á Moldnúpi 1835, húskona í Grímshjalli 1870, f. 1833 í Holtssókn, Ólafsdóttir bónda í Miðskála og Gerðakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. október 1809 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, drukknaði 30. september 1859, og barnsmóður Ólafs í Gerðakoti.

Móðir Þórönnu á Ekru og kona (1885) Jóns Ísakssonar var Guðbjörg húsfreyja í Framnesi 1910; var í Elínarhúsi 1870, húsfreyja á Kirkjubæ 1890, f. 31. ágúst 1858, Guðmundsdóttir frá Elínarhúsi, f. 1836, Péturssonar sjómanns í Elínarhúsi 1845, f. 1. október 1799, d. 15. maí 1859, Jónssonar, og konu Péturs Jónssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1. mars 1806 í Álftagróf í Mýrdal, d. 28. febrúar 1880 í Elínarhúsi, Eyjólfsdóttur.
Móðir Guðbjargar og kona Guðmundar Péturssonar var Margrét húsfreyja, f. 17. júní 1825 undir Eyjafjöllum, d. 19. október 1911, Arnbjörnsdóttir bónda í Miðbæli og Rauðafelli undir Eyjafjöllum, f. 1764, d. 5. mars 1841, Jónssonar.

Ólafur Pétursson í Gerðakoti, faðir Guðrúnar í Norðurgarði, var bróðir Þóru móður Péturs Benediktssonar í Þorlaugargerði.
Systir Jóns Ísakssonar var Björg kona Elís Sæmundssonar smiðs í Björgvin.
Sonur Ísaks Jakobs og Valgerðar Jónsdóttur frá Litlabæ, f. 1832, d. 1896, var Hjálmar í Kufungi, faðir Jóns Hjálmarssonar í Sætúni og þeirra systkina.

Maður Þórönnu Guðrúnar (1904) var Sigbjörn Björnsson á Ekru, f. 8. september 1876, d. 21. maí 1962.
Börn Þórönnu Guðrúnar og Sigbjörns:
1. Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri, f. 28. mars 1907, d. 1. mars 1942, fórst, er v.b. Þuríði formann hrakti upp í Selatanga austan Grindavíkur. Hann var kvæntur Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 8. september 1909, á lífi 2013.
Barn þeirra Maríu var:
a) Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1930, d. 28. janúar 2004.
2. Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir, f. 3. september 1911, d. 11. ágúst 1995, gift Haraldi Hannessyni útgerðarmanni og skipstjóra, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
Börn þeirra Haraldar:
a) Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933.
b) Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934.
c) Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938.
d) Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939, d. 11. júlí 1942.
e) Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945.
3. Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson bóndi á Borgareyri í Mjóafirði eystra, fluttust til Eyja 1956 og bjó að Lundi, var verkstjóri, síðan til Grindavíkur, þar sem Þórarinn Ársæll var fiskimatsmaður; átti síðast heima í Garðabæ, f. 18. janúar 1914, d. 7. desember 1992, kvæntur Margréti Sigríði Svövu Sveinsdóttur húsfreyju frá Borgareyri, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
Börn þeirra Margrétar:
a) Sveinn Þórarinsson, vélvirki, f. 10. nóvember 1935.
b) Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir, húsfreyja og snyrtifræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. febrúar 1947.
c) Jón Mar Þórarinsson kennari, f. 3. júni 1950.


Heimildir