Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson frá Ekru, bóndi á Borgareyri í Mjóafirði eystri, verkstjóri, síðar fiskimatsmaður í Grindavík fæddist 18. janúar 1914 og lést 7. desember 1992.
Foreldrar hans voru Sigbjörn Björnsson sjómaður, múrari, f. 8. september 1876 að Loftssölum í Mýrdal, d. 21. maí 1962, og kona hans Þóranna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1887, d. 9. júní 1920.

Börn Þórönnu og Sigbjörns:
1. Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri, f. 28. mars 1907, fórst 1. mars 1942. Hann var kvæntur Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 8. september 1909, d. 23. desember 2013.
2. Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 3. september 1911, d. 11. ágúst 1995, gift Haraldi Hannessyni útgerðarmanni og skipstjóra, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
3. Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson bóndi á Borgareyri í Mjóafirði eystra, f. 18. janúar 1914, d. 7. desember 1992. Kona hans var Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir húsfreyja frá Borgareyri í Mjóafirði, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
Barn Sigbjörns með Kristínu Magnúsínu Pétursdóttur frá Þorlaugargerði, síðar húsfreyja á Brekku, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924:
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967.

Þórarinn var með foreldrum sínum í frumbernsku, en móðir hans lést, er hann var á sjöunda árinu. Hann var með föður sínum og systkinum 1920, var verkamaður með föður sínum, Jóni bróður sínum og Maríu konu hans á Ekru 1930.
Hann fluttist til Mjóafjarðar sextán ára og stundaði sjómennsku. Hann réri til fiskjar á litlum bát, sem hann nefndi Vin. Þau Margrét giftu sig 1936, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Borgareyri 1935 til 1956 í sambýli við tengdaforeldra Þórarins. Þá fluttust þau til Eyja ásamt tengdaforeldrum hans og bjuggu á Lundi, Vesturvegi 12. Þórarinn var þar verkstjóri. Þau Margrét færðu sig síðar til Grindavíkur, unnu þar í fiskimati, en bjuggu að síðustu í Garðabæ.
Þórarinn lést 1992 og Margrét 2011.


ctr
Margrét, Þórarinn og börn
Frá vinstri: Jón Mar, Ólöf Steinunn og Sveinn.

I. Kona Þórarins Ársæls, (13. október 1936), var Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
Börn þeirra:
1. Sveinn Þórarinsson vélvirki á Selfossi, f. 10. nóvember 1935. Kona hans var Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir, látin.
2. Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. febrúar 1947 á Borgareyri. Maður hennar er Hjörtur Sveinbjörnsson.
3. Jón Mar Þórarinsson kennari, rútubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 30. júní 1950, d. 29. júní 2018. Fyrri kona, (skildu), var Sigríður Ingvarsdóttir. Síðari kona Jóns Mars er Jóna Oddsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.