Inga Halldórsdóttir (Sólhlíð)
Inga Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1927.
Faðir hennar var Halldór trésmíðameistari í Neskaupstað, f. 2. apríl 1900 á Reykjum í Mjóafirði eystra, d. 24. janúar 1976, Jóhannssonar bónda og sjómanns á Krossi þar, f. 21. september 1860 í Sandvík í Skorrastaðarsókn, d. 3. maí 1924 á Eskifirði, Marteinssonar bónda og formanns í Sandvík, f. 13. september 1824 í Sandvík, d. 12. maí 1861, Magnússonar, og bústýru Marteins, Dagbjartar, f. 14. apríl í Keldudal í Hegranesi í Skagaf., d. 13. mars 1904, Eyjólfsdóttur.
Móðir Halldórs og kona Jóhanns Marteinssonar var Katrín húsfreyja á Krossi, f. 2. október 1862 á Krossi, d. 30. október 1950 í Goðasteini, Gísladóttir bónda á Reykjum í Mjóafirði, f. 20. mars 1832 í Karlsskála við Reyðarfjörð, d. 5. mars 1904 á Reykjum í Mjóafirði, Eyjólfssonar, og konu Gísla, Halldóru húsfreyju og ljósmóður, f. 27. júlí 1837 í Hólmasókn í Reyðarfirði, d. 3. janúar 1927 í Neskaupstað, Eyjólfsdóttur.
Halldór faðir Ingu var albróðir Ingigerðar Jóhannsdóttur.
Móðir Ingu og kona Halldórs var Lilja húsfreyja, f. 28. desember 1903 á Sléttu í Mjóafirði, d. 25. mars 2001 á Hrafnistu í Hafnarfirði, Víglundsdóttir bónda, útvegsmanns og formanns á Krossi í Mjóafirði eystra, f. 2. október 1877 á Grunnasundsnesi (nú hluti Stykkishólmsbæjar) í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 4. nóvember 1945, Þorgrímssonar bónda á Staðarbakka í Helgafellssveit, f. 22. október 1810 á Laxárbakka í Miklaholtshreppi, Hnapp., d. 11. apríl 1878, Víglundssonar, og barnsmóður hans, Kristínar Theodóru vinnukonu og verkakonu, f. 15. október 1855 í Gröf í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 27. desember 1908 í Stykkishólmi, Sveinbjarnardóttur.
Móðir Lilju Víglundsdóttur og fyrri kona (skildu) Víglundar var Jónína Guðrún húsfreyja, f. 5. júlí 1863 í Geirshlíð í Flókadal syðra, d. 10. október 1954 í Neskaupstað, Þorsteinsdóttir bónda í Geirshlíð, f. 31. október 1819, d. 24. júní 1885, Þiðrikssonar bónda á Hurðarbaki í Reykholtsdal, og konu Þorsteins í Geirshlíð, Ingibjargar húsfreyju, f. 30. október 1822 á Miðteigi á Akranesi, d. 6. júní 1900, Jónsdóttur Arasonar.
Lilja Víglundsdóttir móðir Ingu var alsystir Þorsteins Þ. Víglundssonar.
Lífsferill
Inga ólst upp í Neskaupstað. Hún kom ung til Eyja, lærði kjólasaum hjá Kristínu kjólameistara í Merkisteini, varð síðan húsfreyja á Kirkjubæjarbraut 9 og 20 og Bröttugötu 25. Hún býr nú að Sólhlíð 19.
Þau Hjörleifur eignuðust og ólu upp 7 börn. Auk þess stundaði Inga saumastörf og rak prjónaverkstæði sitt heima um árabil. Síðar annaðist hún ræstingar í Gagnfræðaskólanum og Framhaldsskólanum.
Maður Ingu (26. júlí 1947) var Hjörleifur Guðnason múrarameistari frá Oddsstöðum, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007.
Börn þeirra Hjörleifs eru:
1. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir, f. 7. október 1947.
2. Guðmunda Hjörleifsdóttir, f. 23. apríl 1949.
3. Guðjón Hjörleifsson, f. 18. júní 1955.
4. Guðni Hjörleifsson, f. 8. nóvember 1957.
5. Halldór Hjörleifsson, f. 9. nóvember 1960.
6. Sigrún Hjörleifsdóttir, f. 25. ágúst 1962.
7. Jónína Björk Hjörleifsdóttir, f. 24. maí 1966.
Sambýlismaður Ingu er Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927.