Soffía Björnsdóttir (Bólstaðarhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. október 2024 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2024 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, tónlistarmaður fæddist þar 13. ágúst 1933.
Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Dalseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. apríl 1895, d. 22. júní 1976.

Börn Ingibjargar og Björns:
1. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
2. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
3. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
4. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
5. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
6. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
7. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
8. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.

Soffía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1950, lærði þar tónlist í tvö ár hjá Oddgeiri Kristjánssyni og var síðan aðstoðarkennari hans þar um tveggja ára skeið. Einnig kenndi hún við Orgelskóla Jamaha í Eyjum nokkur ár.
Þau Arnar giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Grænuhlíð 4 við Gos, síðar á Höfðavegi 6.

I. Maður Soffíu, (3. júní 1956), er Sigurður Arnar Sighvatsson frá Ási, vélvirkjameistari, vélstjóri, f. 6. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Sighvatur Arnarsson byggingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 10. október 1954 í Bólstaðarhlíð. Fyrrum kona hans Steinunn María Jónsdóttir. Kona hans Ingunn Árnadóttir.
2. Ingibjörg Arnarsdóttir viðskiptafræðingur, með meistarapróf í fjármálum, fjármálastjóri, mannauðsstjóri, framkvæmdastjóri, f. 13. febrúar 1971. Maður hennar Ólafur Þór Gylfason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.