Svava Svavarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Svava Svavarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Svava Svavarsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, meðeigandi Sprinkler pípulagna fæddist 29. febrúar 1956 í Eyjum og lést 23. maí 2024 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Rvk.
Foreldrar hennar voru Svavar Þórðarson afgreiðslumaður, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og kona hans Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998.

Börn Þórunnar og Svavars:
1. Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011. Maður hennar var Garðar Þorvaldur Gíslason.
2. Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. maí 1942, d. 3. febrúar 2004. Maður hennar var Halldór Pálsson.
3. Friðrikka Svavarsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1945. Fyrri maður hennar Stefán Pétursson. Maður hennar er Hrafn Óskar Oddsson.
4. Áslaug Svavarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. júní 1948. Maður hennar er Ingvar Vigfússon.
5. Svava Svavarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. febrúar 1956. Maður hennar er Egill Ásgrímsson.
6. Sif Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1957. Maður hennar er Stefán S. Guðjónsson.

Svava var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 11.
Þau Bjarni giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk og skildu.
Þau Egill hófu sambúð 1985, eignuðust þrjú börn. Þau áttu og ráku Sprinkler pípulagnir.

I. Maður Svövu, skildu, er Bjarni Guðmundsson], f. 6. september 1953. Foreldrar hans Guðmundur Tómas Guðmundsson, frá Litla-Lóni á Snæfelsnesi, bifreiðastjóri, f. 24. júlí 1921, d. 17. janúar 2012, og kona hans Elsa Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 20. maí 1923, d. 20. apríl 2011.
Börn þeirra:
1. Þórunn Elsa Bjarnadóttir, f. 12. júní 1975. Maður hennar Axel Gomez.
2. Guðmundur Ingi Bjarnason, f. 18. júlí 1979.

II. Maður Svövu er Egill Ásgrímsson, f. 31. desember 1955. Foreldrar hans Ásgrímur Gunnar Egilsson, f. 18. maí 1926, d. 21. apríl 2007, og Jónheiður Björg Guðjónsdóttir, f. 2. febrúar 1926, d. 5. desember 2008.
Börn þeirra:
3. Agla Egilsdóttir, f. 15. júlí 1989.
4. Dóra Sif Egilsdóttir, f. 13. júlí 1991.
5. Ásgrímur Gunnar Egilsson, f. 1. desember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.