Edda Sigrún Svavarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Edda Sigrún Svavarsdóttir.

Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja fæddist 1. janúar 1936 í London og lést 29. júlí 2011.
Foreldrar hennar voru Svavar Þórðarson afgreiðslumaður, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og kona hans Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998.

Börn Þórunnar og Svavars:
1. Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011. Maður hennar var Garðar Þorvaldur Gíslason.
2. Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. maí 1942, d. 3. febrúar 2004. Maður hennar var Halldór Pálsson.
3. Friðrikka Svavarsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1945. Maður hennar er Hrafn Oddsson.
4. Áslaug Svavarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. júní 1948. Maður hennar er Ingvar Vigfússon.
5. Svava Svavarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. febrúar 1956. Maður hennar er Egill Ásgrímsson.
6. Sif Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1957. Maður hennar er Stefán S. Guðjónsson.

Edda var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Garðar giftu sig 1954, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 11, en byggðu hús við Illugagötu 50 og bjuggu þar frá 1967.
Þau voru í hópi stofnenda Vélaverkstæðisins Þórs 1964 og þar vann Edda meðan heilsa hennar leyfði.
Edda Sigrún lést 2011 og Garðar Þorvaldur 2013.

Maður Eddu Sigrúnar, (26. júní 1954), var Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirkjameistari, kafari, f. 22. júní 1931, d. 17. júní 2013.
Börn þeirra:
1. Svavar Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 24. apríl 1954. Kona hans Valdís Stefánsdóttir, látin.
2. Gísli Þór Garðarsson sjómaður, skipstjóri, býr í Mosfellsbæ, f. 17. janúar 1956. Kona hans Elva Ragnarsdóttir.
3. Eggert Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 3. febrúar 1957, d. 29. janúar 2016. Kona hans Svava B. Johnsen.
4. Sigríður Garðarsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1959, d. 8. mars 2016. Maður hennar Hjalti Hávarðsson.
5. Lára Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, með verslunarskólapróf, skrifstofustjóri, f. 16. október 1961. Fyrrum sambúðarmaður Grétar Þór Eyþórsson. Maður hennar Jósúa Steinar Óskarsson.
6. Garðar Rúnar Garðarsson vélstjóri, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 17. nóvember 1962. Kona hans Rinda Rissakorn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. júlí 2011 og 29 júní 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.