Svavar Þórðarson (Tanganum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svavar

Svavar Þórðarson fæddist 11. febrúar 1911 og lést 10. janúar 1978. Hann fæddist á Seyðisfirði og var sonur hjónanna Halldóru Ólafsdóttur og Þórðar Tómassonar. Þegar hann var barn að aldri fluttist hann til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til ársins 1973. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum á Litlu-Grund þeim Guðríði Guðmundsdóttur og Guðmundi Jessyni. Svavar var kvæntur Þórunni Aðalheiði Sigjónsdóttur. Þau bjuggu fyrst að Litlu-Grund sem nú er horfin en reistu sér síðar íbúðarhús að Heiðarvegi 11 og síðar að Hólagötu 5. Þau hjón eignuðust 6 dætur.

Daginn eftir að Svavar fermdist réðst hann til starfa á Tanganum, þar sem hann starfaði allt til ársins 1973. Var hann venjulega kallaður Svavar á Tanganum manna á milli í Vestmannaeyjum. Eftir að Svavar fluttist til Reykjavíkur árið 1973 starfaði hann á vegum Eimskipafélagsins í Reykjavík.

Myndir