Stefán Pétursson (Strönd)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Pétursson frá Strönd við Miðstræti 9a, sjómaður, vélstjóri fæddist 30. september 1943 á Brekastíg 15 og lést 23. júlí 2016.
Foreldrar hans voru Pétur Sigurðsson Stefánsson frá Högnastöðum í Reyðarfirði, lögregluþjónn, heilbrigðisfulltrúi, f. 1. maí 1917, d. 24. nóvember 1993, og kona hans Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir frá Sjónarhóli við Sjómannasund 10b, húsfreyja, f. 23. maí 1920, d. 17. apríl 1981.

Börn Sigrúnar og Péturs:
1. Björk Guðríður Pétursdóttir, f. 3. september 1941 á Brekastíg 15.
2. Stefán Pétursson, f. 30. september 1943 á Brekastíg 15, d. 23. júlí 2016.
3. Sveinn Ingi Pétursson, f. 29. maí 1945 á Fífilgötu 5.
4. Hallgerður Pétursdóttir, f. 13. janúar 1948 á Strönd, d. 24. september 2022.
5. Helga Sigurborg Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1951 á Strönd.

Stefán varð sjómaður og vélstjóri.
Þau Friðrikka giftu sig, eignuðust tvö börn, bjuggu við Vestmannabraut 72. Þau skildu.
Stefán lést 2016.

I. Kona Stefáns, (1965, skildu), var Friðrikka Svavarsdóttir frá Litlu-Grund, húsfreyja, starfsmaður leikskóla og á öldrunarheimili, fiskverkakona, f. 13. maí 1945, d. 5. október 2020.
Börn þeirra:
1. Björgúlfur Stefánsson starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 3. ágúst 1963, ókvæntur.
2. Hlynur Stefánsson verkamaður í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó), f. 8. október 1964. Kona hans Unnur Björg Sigmarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.