Kristbjörg Traustadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 22:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 22:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristbjörg Traustadóttir''' húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður fæddist 13. febrúar 1957 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Trausti Eyjólfsson búfræðingur, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, kennari, skólastjóri, f. 19. febrúar 1928, d. 30. ágúst 2020, og kona hans Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður, f. 26. mars...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður fæddist 13. febrúar 1957 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Trausti Eyjólfsson búfræðingur, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, kennari, skólastjóri, f. 19. febrúar 1928, d. 30. ágúst 2020, og kona hans Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður, f. 26. mars 1927, d. 29. nóvember 2016.

Börn Jakobínu og Trausta:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, skólaliði, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrrum maður hennar Þorgeir Jónsson. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, búfræðingur, landslagsarkitekt, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Barnsfaðir hennar Hörður Sigurðsson. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vinnuvélastjóri, bormaður, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.

Kristbjörg var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum, að Volaseli í Lóni, síðast að Hvanneyri í Borgarfirði.
Hún lærði garðyrkju, öðlaðist meistararéttindi, varð búfræðingur 1980, landslagsarkitekt í Khöfn 2007.
Kristbjörg varð skrúðgarðyrkjukona.
Hún eignaðist barn með Herði 1977.
Þau Björgvin giftu sig 1995, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Danmörku, búa nú á Akranesi.

I. Barnsfaðir Kristbjargar er Hörður Sigurðsson búfræðingur, f. 14. maí 1954.
Barn þeirra:
1. Sara Harðardóttir, með doktorspróf frá Khöfn, f. 1. febrúar 1977. Barnsfaðir hennar Akira, frá Japan.

II. Maður Kristbjargar, (19. febrúar 1995), er Björgvin Karl Björgvinsson fyrrverandi námuverkamaður á Svalbarða, síðar í Danmörku, nú á Akranesi, f. 15. júní 1957. Foreldrar hans Björgvin Sævar Hjaltason leiðbeinandi, f. 4. nóvember 1932 í Reykjavík, d. 14. nóvember 2015, og kona hans, skildu, Daisy Karlsdóttir, f. 26. ágúst 1932, d. 29. október 2022.
Börn þeirra:
2. Vera Mjöll Kristbjargar og Björgvinsdóttir, f. 19. janúar 1991.
3. Elka Sól Björgvinsdóttir, f. 2. júní 1995. Sambúðarmaður hennar Axel Guðni Sigurðsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.