Valgeir Ólafsson (Snæfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Valgeir Ólafsson''' frá Drangastekk í Vopnafirði, sjómaður, matsveinn, verkamaður fæddist þar 30. september 1916 og lést 9. janúar 1991.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgeir Ólafsson frá Drangastekk í Vopnafirði, sjómaður, matsveinn, verkamaður fæddist þar 30. september 1916 og lést 9. janúar 1991.
Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27. júní 1947.

Börn Ólafs og Oddnýjar í Eyjum:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
2. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
3. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904, d. 14. febrúar 1991.
4. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
5. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
6. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
7. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.

Valgeir var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Norðfirði til Eyja 1926, bjó hjá þeim á Snæfelli við Hvítingaveg.
Hann var sjómaður, matsveinn um skeið, síðan verkamaður.
Þau Stefanía giftu sig, bjuggu á Hvanneyri við Vestmannabraut 60, á Lágafelli við Vestmannabraut 10, fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu þar við Álfaskeið 64. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.