Einar Sigurjónsson (forstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. október 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Sigurjónsson.

Einar Þorberg Sigurjónsson frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, vélstjóri, útgerðarmaður, forstjóri fæddist 7. janúar 1920 og lést 14. október 1998 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sigurjón Ólafsson frá Núpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, útgerðarmaður, f. þar 17. febrúar 1894, d. 7. júní 1964, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 27. september 1892, d. 20. október 1990.

Börn Guðlaugar og Sigurjóns:
1. Einar Þorberg Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 7. janúar 1920 á Höfðabrekku, d. 14. október 1998.
2. Ólafur Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, f. 9. janúar 1928 á Höfðabrekku, d. 5. maí 2008.
Fósturbarn hjónanna var
3. Klara Jóhannesdóttir, f. 27. september 1909 á Seyðisfirði, d. 23. janúar 1923 á Höfðabrekku. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sveinsson og Elín Júlíana Sveinsdóttir.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn, var í Íþróttaskólanum í Haukadal í Biskupstungum, tók hið minna fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1943.
Hann var ungur netamaður á Lundanum VE, en hann hafði farið á námskeið hjá Jóni föður Reykdals netagerðarmeistara. Einar var sjómaður, vélstjóri til 1945, en þá keypti hann mb. Sigurfara VE með Óskari Ólafssyni frá Garðsstöðum, var vélstjóri, stundaði útgerð og fiskverkun til 1956. Þá yfirtóku nokkrir útgerðarmenn rekstur Ísfélagsins og varð Einar forstjóri þess 1957-1987.
Einar sat í stjórn nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja, lengst í stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, um árabil í stjórn Sölustofnunar lagmetis og SÍF. Í Eyjum sat hann í stjórn Samfrosts, Samtogs, Stakks, Lifrarsamlags Vestmannaeyja og Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja, og var um árabil stjórnarformaður þessara fyrirtækja.
Þau Hrefna giftu sig 1943 á Siglufirði, eignuðust tvö börn, en síðara barnið lést nýfætt. Þau bjuggu við Vestmannabraut 74 og Heiðarvegi 43.
Einar lést 1998 og Hrefna 2000.

I. Kona Einars, (18. desember 1943), var Hrefna Sigurðardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1916, d. 20. febrúar 2000.
Börn þeirra:
1. Óskar Sigurjón Einarsson verkstjóri, f. 7. febrúar 1945 á Vestmannabraut 74. Fyrri kona hans Guðfinna Lilja Tómasdóttir. Síðari kona hans Katla Magnúsdóttir.
2. Drengur, f. 13. maí 1955 á Heiðarvegi 43, d. 15. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.