Lilja Tómasdóttir (Raufarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Lilja Tómasdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 30. mars 1943.
Foreldrar hennar voru Tómas Guðjónsson bóndi, f. 9. mars 1899 á Raufarfelli, d. 11. maí 1970, og kona hans Jónína Guðný Þorgrímsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1913 í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, d. 24. nóvember 2002 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Lilja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1961, starfaði við fiskiðnað.
Þau Óskar giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólagötu 35, síðan á Illugagötu 23. Þau skildu 1981.
Lilja flutti úr Eyjum 1999. Hún býr í Hafnarfirði.

I. Maður Lilju, (21. maí 1966, skildu 1981), var Óskar Sigurjón Einarsson hagræðingarstjóri, framleiðslustjóri, verkstjóri, f. 7. febrúar 1945 á Vestmannabraut 74.
Börn þeirra:
1. Inga Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, f. 30. september 1966. Maður hennar er Pétur Lúisson frá Selfossi.
2. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, kennari í Hafnarfirði, síðar starfsmaður Landsbanka Íslands, f. 5. febrúar 1971. Maður hennar er Páll Arnar Erlingsson.
3. Ásta Jóna Óskarsdóttir húsfreyja, sölumaður hjá Iceland Air í Sevilla á Spáni, f. 11. maí 1977. Maður hennar er Manzo Nunes, spænskrar ættar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.