Inga Dóra Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2006 kl. 10:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2006 kl. 10:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Bætti við nafn höfundar.)
Fara í flakk Fara í leit

Inga Dóra Þorsteinsdóttir sjúkraliði og húsmóðir frá Goðasteini (Kirkjubæjabraut 11) fæddist 2. maí 1946. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þórður Víglundsson, f. 1899 og k.h. Ingigerður Jóhannsdóttir, f. 1902. Hún bjó í Goðasteini að Kirkjubæjabraut 11 í Eyjum til ársins 1973, en fluttist þá til Reykjavíkur.

Maki (10. des. 1966): Helgi (Guðmundur Helgi) Guðjónsson bifvélavirkjameistari , f. 1947.
Börn: Ingigerður sjúkraþjálfari, f. 1966; Guðný Helga löggiltur endurskoðandi, f. 1968; Kristín Hrönn kennari, f. 12. febr. 1976 í Rvk.

Inga Dóra var í Gagnfræðaskólanum 1959-1963. Hún lauk sjúkraliðaprófi 1978. Hún vann á Borgarspítalanum (Grensásdeild og deild 6A) 1978-1998, Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Rvk 1998-2000, en síðan á Reykjalundi í Mosfellsbæ.



Heimildir

  • Upphaflegu greinina skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Pers.