Jakobína Jónasdóttir (Grænavatni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júlí 2023 kl. 20:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júlí 2023 kl. 20:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jakobína Björg Jónasdóttir.

Jakobína Björg Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður fæddist 26. mars 1927 á Húsavík og lést 29. nóvember 2016 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Foreldrar hennar voru Jónas Helgason bóndi og hreppstjóri á Grænavatni, f. 6. september 1887, d. 30. október 1970, og kona hans Hólmfríður Þórðardóttir frá Svartárkoti í Bárðardal, húsfreyja, f. 11. maí 1890, d. 29. maí 1980.

Jakobína var með foreldrum sínum.
Hún nam í húsmæðraskólanum að Laugum í Reykjadal, S.- Þing. 1947-1948.
Árið 1949 hófu þau Trausti búskap í Gunnarsholti á Rangárvöllum, byggðu býlið Kornbrekku og bjuggu þar 1949-1951.
Árið 1951 fluttu þau til Eyja, keyptu lítið hús á Breiðabakka, leigðu kúabúið á Lyngfelli og seldu mjólk beint frá býli.
Þau keyptu jörðina Volasel í Lóni í A.- Skaft. 1958 og ráku þar blandað bú til 1968.
Þá fluttu þau aftur til Eyja. Þar vann Jakobína ýmis störf, m.a. var hún matráðskona á Hótel HB 1969-1971 og bakaði kleinur til sölu í verslunum 1972-73, jafnframt því að reka stórt heimili.
Við Gosið 1973 fluttu þau að Hvanneyri í Borgarfirði, byggðu hús að Túngötu 7 og bjuggu þar uns þau fluttu í Brákarhlíð í Borgarnesi.
Jakobína vann við Bændaskólann og sá um þvottahús heimavistar. Hún var mikil hannyrðakona, fékk verðlaun í kökukeppni sem Pillsbury Best hélt hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í kleinubakstri. Þá var hún ötul í félagsmálum, meðal annars var hún einn af stofnendum Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og sat þar lengi í stjórn, var í Félagi handverksfólks á Vesturlandi, sat í stjórn Sambands borgfirskra kvenna ásamt því að vera virk í Kvenfélaginu 19. júní allt fram á efri ár og var þar heiðursfélagi.
Þau Trausti giftu sig 1949, eignuðust átta börn.
Jakobína lést 2016 og Trausti 2020.

I. Maður Jakobínu Bjargar, (20. febrúar 1949), var Trausti Eyjólfsson búfræðingur, bóndi, bifreiðastjóri, kennari, skólastjóri, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, f. 19. febrúar 1928 í Eyjum, d. 30. ágúst 2020 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Börn þeirra:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, skólaliði, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrri maður hennar Þorgeir Jónsson, látinn. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vélfræðingur, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 10. desember 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.