Unnur Guðmundsdóttir (Fagradal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2023 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2023 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Unnur Guðmundsdóttir frá Fagradal, húsfreyja fæddist 5. mars 1964 á Selfossi og lést 25. júní 2023.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðnason trésmiður, bóndi, sjómaður, f. 30. apríl 1924 á Búðareyri við Reyðarfjörð, d. 18. janúar 1995 á Húsavík, og kona hans Fjóla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1929 á Hellissandi, d. 8. júní 1998.

Börn Fjólu og Guðmundar:
1. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og á Hellu, f. 14. október 1948, d. 10. janúar 2020. Maður hennar Samúel Guðmundsson.
2. Valey Guðmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 13. september 1950. Maður hennar Svavar Valdimarsson.
3. Guðmundur Guðmundsson sjómaður, síðar á Húsavík, f. 24. mars 1954. Kona hans Ólína María Steinþórsdóttir.
4. Halldór Guðmundsson sjómaður í Eyjum, bóndi í Suðursveit, trésmiður í Kópavogi, f. 29. nóvember 1955, d. 28. ágúst 2014. Barnsmóðir hans Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans Inga Lucia Þorsteinsdóttir.
5. Ingi Vigfús Guðmundsson öryrki, dvaldi á Kópavogshæli, síðar í sambýli að Skógarseli í Reykjavík, f. 28. júlí 1957, d. 16. desember 2004, ókvæntur.
6. Guðni Þorberg Guðmundsson sjómaður, f. 15. maí 1960, d. 17. febrúar 1981 í sjóslysi, er hann tók út af Heimaey VE við Þykkvabæjarfjöru.
7. Guðrún Unnur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1964. Maður hennar, skildu, Guðjón Þ. Gíslason.

Unnur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1969 og bjó hjá þeim í Fagradal 1972, á Illugagötu 60 1979.
Hún vann við fiskiðnað, síðar í mötuneytum og rak veitingastaðinn Fjóluna í Eyjum.
Þau Guðjón Þór giftu sig 1986, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu í fyrstu á Herjólfsgötu 9, þá á Brimhólabraut 5, en að síðustu við Boðaslóð 17.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur 1990, en til Hellu 1998 og skildu.
Unnur bjó í Álfkonuhvarfi 29, en síðar á Hellu.
Hún lést 2023.

I. Maður Guðrúnar Unnar, (9. ágúst 1986, skildu 2014), er Guðjón Þór Gíslason vélsmiður í Eyjum, f. 3. ágúst 1962.
Börn þeirra:
1. Björg Guðjónsdóttir yngri, heilbrigðisverkfræðingur hjá Ríkisspítulum, f. 22. janúar 1983. Sambúðarmaður Óskar Eiríksson.
2. Tanja Dögg Guðjónsdóttir sjávarútvegsfræðingur, f. 28. febrúar 1990. Maður hennar Sveinn Ágúst Kristinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.