Anna Friðbjörg Jensdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2023 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2023 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Friðbjörg Jensdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Anna Friðbjörg Jensdóttir Joensen.

Anna Friðbjörg Jensdóttir Joensen kennari fæddist 6. september 1940 í Þórshöfn í Færeyjum.
Foreldrar hennar voru Jens Elías Sören Joensen netagerðarmaður í Eyjum, Hveragerði, síðar í Þorlákshöfn, f. 6. október 1911, d. 3. febrúar 1997, og kona hans Hanna Tomina Andrea Joensen húsfreyja, f. 20. janúar 1915, d. 19. nóvember 1997.

Anna lauk kennaraprófi 1964, stundaði sérkennaranám í framhaldsdeild Kennaraháskólans 1983-1984, hefur sótt nokkur námskeið.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1964-1973, Grunnskólanum í Hveragerði 1973-1979 og 1980-1981, Grunnskólanum í Þorlákshöfn 1981-1998, í Rimaskóla 1998-2001, í Hjallaskóla í Kópavogi frá 2008 og í Álfhólsskóla eftir samruna Hjallaskóla og Digranesskóla til 2017.
Anna vann á Hótel H.B. í Eyjum sumarið 1962 og 1964, á Hótel Skjaldbreið í Rvk sumarið 1963 og veturna 1963-1964 (með námi).
Þau Bogi giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn og fósturbarn. Þau bjuggu á Kanastöðum við Hásteinsveg 22 1972.
Bogi lést 2008.

I. Maður Önnu Friðbjargar, ( 6. febrúar 1965), var Bogi Leifs Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1927, d. 13. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Sigurður Gísli Vigfússon verkamaður á Akureyri, f. 30. apríl 1890, d. 31. maí 1971, og kona hans Katrín Björnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1889, d. 19. mars 1973.
Börn þeirra:
1. Jens Jóhann Bogason, f. 1. október 1965 í Eyjum. Kona hans Viktoría Gísladóttir Jónassonar.
2. Sigurður Karsten Bogason, f. 31. október 1972 í Eyjum. Kona hans Guðný Elva Ólafsdóttir.
3. Friðmar Leifs Bogason, f. 20. mars 1977 í Eyjum. Kona hans Ingibjörg Ingibergsdóttir. Fósturbarn þeirra:
4. Þór Jóhannesson, f. 25. desember 1983. Kona hans Fanney Friðriksdóttir .


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 16. mars 2008. Minning Boga Leifs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.