Sigurður Karsten Bogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Karsten Bogason, sjómaður, síðan vöruhúsastjóri, fæddist 31. október 1972.
Foreldrar hans Bogi Leifs Sigurðsson, bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1927, d. 15. febrúar 2008, og kona hans Anna Friðbjörg Jensdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. september 1940.

Börn Önnu og Boga:
1. Jens Jóhann Bogason, f. 1. október 1965 í Eyjum. Kona hans Viktoría Gísladóttir Jónassonar.
2. Sigurður Karsten Bogason, f. 31. október 1972 í Eyjum. Kona hans Guðný Elva Ólafsdóttir.
3. Friðmar Leifs Bogason, f. 20. mars 1977 í Eyjum. Kona hans Ingibjörg Ingibergsdóttir.
Fósturbarn þeirra:
4. Þór Jóhannesson, f. 15. desember 1983. Kona hans Fanney Friðriksdóttir .

Þau Guðný Elva giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Mosfellsbæ.

I. Kona Sigurðar er Guðný Elva Ólafsdóttir, húsfreyja, verslunarstjóri, f. 3. júní 1974. Foreldrar hennar Ólafur, og Jensína Óskarsdóttir, f. 29. september 1954.
Börn þeirra:
1. Elvar Kató Sigurðsson, f. 15. apríl 1995.
2. Aníta Karen Sigurðardóttir, f. 9. febrúar 1999.
3. Emilía Ýr Sigurðardóttir, f. 9. desember 2003.
4. Sóley Rún Sigurðardóttir, f. 22. aríl 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.