Kristín Baldvinsdóttir (Steinholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2023 kl. 10:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2023 kl. 10:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Elísa Baldvinsdóttir frá Steinholti, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 19. ágúst 1936 að Bala í Þykkvabæ, Rang. og lést 19. júlí 2003.
Foreldrar hennar voru Baldvin Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, smiður, f. 30. ágúst 1916, d. 2. febrúar 2006, og kona hans Þórunn Elíasdóttir frá Bala í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, f. 1. desember 1916, d. 29. september 1990.

Kristín Elísa Baldvinsdóttir.

Börn Þórunnar og Baldvins:
1. Kristín Elísa Baldvinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íslandspósts, f. 19. ágúst 1936 á Bala í Djúpárhreppi, d. 19. júlí 2003. Maður hennar Hörður Runólfsson.
2. Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans Halla Guðmundsdóttir, látin.
3. Baldur Þór Baldvinsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á Staðarfelli. Fyrrum kona hans Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, látin.
4. Kristinn Skæringur Baldvinsson húsasmíðameistari í Eyjum og Kópavogi, f. 29. júní 1942 . Kona hans Sigríður Mínerva Jensdóttir.
5. Ragnar Þór Baldvinsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945 í Steinholti. Kona hans Anna Jóhannsdóttir.
6. Birgir Þór Baldvinsson kennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.
7. Hrefna Baldvinsdóttir húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954. Maður hennar Snorri Þ. Rútsson.
8. Baldvin Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir.
9. Hörður Baldvinsson safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja, síðan framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins, f. 25. nóvember 1961. Kona hans Bjarney Magnúsdóttir.


Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf, við fiskiðnað, afgreiðslu og síðustu áratugina vann hún hjá Pósti og síma (síðar Íslandspósti).
Kristín var einn af stofnendum Krabbavarnar í Eyjum, þegar það var endurvakið og var formaður félagsins frá upphafi, var einnig félagi í Kvenfélaginu Líkn frá 1959 og sat í stjórn þess 1980-1986. Hún starfaði í Leikfélaginu og söng í Kirkjukórnum.
Þau Hörður giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 14.
Kristín Elísa lést 2003 og Hörður 2021.

I. Maður Kristínar, (12. desember 1955), var Hörður Runólfsson frá Bræðratungu, vélvirki, f. 4. október 1935, d. 3. október 2021.
Börn þeirra:
1. Baldvin Þór Harðarson, f. 28. mars 1954. Fyrrum kona hans Halla Jónsdóttir. Kona hans Magdalene Lyberth.
2. Sólrún Unnur Harðardóttir, f. 1. október 1961. Barnsfaðir Albert Ólason, látinn. Fyrrum maður hennar Þór Kristjánsson. Barnsfaðir hennar Jónas Arnmundsson.
3. Smári Kristinn Harðarson, f. 19. ágúst 1965. Fyrrum kona hans Sigurlína Guðjónsdóttir. Sambúðarkona hans Marzena Jankowska.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 26. júlí 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.