Esther Valdimarsdóttir (Varmadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. apríl 2023 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. apríl 2023 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Esther Valdimarsdóttir (Varmadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Esther Valdimarsdóttir frá Varmadal, húsfreyja fæddist þar 10. desember 1938.
Foreldrar hennar voru Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1911 í Vallanesi á Héraði, d. 24. ágúst 2002, og maður hennar Valdimar Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, f. 18. júní 1905 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 27. janúar 1947.

Börn Valdimars og Margrétar:
1. Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, kvæntur Arnlaugu Láru Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932.
2. Andvana drengur, f. 23. nóvember 1936 í Varmadal.
3. Esther Valdimarsdóttir, f. 10. desember 1938, gift Guðna Grímssyni, f. 13. nóvember 1834.
4. Stefán Pétur Valdimarsson, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, kvæntur Önnu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
5. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 31. janúar 1945, gift Sveini Óskari Ólafssyni, f. 7. febrúar 1944.
6. Árnór Páll Valdimarsson, f. 30. júní 1946, kvæntur Svanhildi Eiríksdóttur, f. 14. maí 1947.
7. Drengur, sem dó 1932.

Esther var með foreldrum sínum.
Hún lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Esther vann við fiskiðnað í Fiskiðjunni og við ræstingar í Skipalyftunni.
Þau Guðni giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Haukabergi við Vestmannabraut 11, þá í Einbúa við Bakkastíg 5 og bjuggu þar til Goss 1973. Þau byggðu hús við Dverghamar og bjuggu þar uns þau fluttu að Sólhlíð 19.
Guðni lést 2017.

I. Maður Estherar, (25. desember 1956), var Guðni Grímsson frá Haukabergi, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 13. nóvember 1934, d. 28. september 2017.
Börn þeirra:
1. Valdimar Guðnason vélvirki, f. 4. maí 1957. Kona hans Þórey Einarsdóttir.
2. Grímur Guðnason rekur slökkvitækjaþjónustu, f. 29. júní 1960. Kona hans Eygló Kristinsdóttir.
3. Guðni Ingvar Guðnason vélstjóri, f. 23. október 1961. Kona hans Þórdís Úlfarsdóttir.
4. Bergur Guðnason stýrimaður, skipstjóri, f. 24. desember 1964. Kona hans Jónína Björk Hjörleifsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Esther.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. október 2017. Minning Guðna Grímssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.