Óskar Alfreðsson (Vesturhúsum)
Alfreð Óskar Alfreðsson frá Eystri-Vesturhúsum, skipa- og húsasmíðameistari fæddist 21. júlí 1942 á Lögbergi við Vestmannabraut 56a.
Foreldrar hans voru Alfreð Washington Þórðarson verkamaður, tónlistarmaður, f. 21. október 1912 í Reykjavík, d. 2. janúar 1994, og sambúðarkona hans Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1914 í A.-Landeyjum, d. 20. ágúst 1962.
Börn Jónínu og Alfreðs:
1. Bjarnfríður Ósk verzlunarmaður í Hafnarfirði, f. 23. desember 1940.
2. Alfreð Óskar húsasmíðameistari í Eyjum, f. 21. júlí 1942.
3. Árný Freyja húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1943, d. 20. janúar 2020.
4. Ármann Þráinn starfsmaður í Straumsvík, f. 31. desember 1943.
5. Jónína Steinunn í Hafnarfirði, ritari, f. 1. apríl 1945.
Börn Alfreðs:
6. Þorsteinn Þórir Alfreðsson lögreglufulltrúi, f. 30. júlí 1931, d. 11. mars 1998.
7. Sveinbjörn (Alfreðsson) Benediktsson starfsmaður í Álverinu, f. 1. janúar 1933, d. 2. febrúar 1997. Hann varð kjörsonur Benedikts Guðjónssonar.
Óskar var með foreldrum sínum.
Hann lærði skipasmíði og húsasmíði í Slippstöðinni á Akureyri.
Óskar vann við iðn sína hjá Slippstöðinni á Akureyri til 1985, er hann og tveir aðrir stofnuðu eigið fyrirtæki og ráku um skeið. Síðan varð Óskar verkstjóri hjá Norðurverki á Akureyri í 11 ár, vann síðan sjálfstætt í 5 ár, en flutti til Eyja 1994. Hann vann við viðgerðir hjá Ísfélaginu um skeið, en síðan sjálfstætt í 7 ár.
Þau Gunnhildur giftu sig 1963, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Grænugötu 10 á Akureyri. Þau skildu.
Þau Margrét Hólmfríður eru í sambúð.
Óskar bjó á Hæli við Brekastíg 10, við Vestmannabraut 22d, en býr nú við Hólagötu 28.
I. Kona Óskars, (28. júlí 1963), var Gunnhildur Jóhannesdóttir Wæhle hjúkrunarfræðingur, f. 10. júlí 1941 á Akureyri, d. 12. nóvember 2008. Foreldrar hennar voru Johannes Wæhle Jóhannesson frá Evanger í Noregi, verkstjóri, f. 2. júlí 1908, d. 12. nóvember 1974, og Birna Ingimarsdóttir Wæhle frá Litlahóli í Eyjafirði, húsfreyja, f. 13. mars 1910, d. 1. mars 2012.
Börn þeirra:
1. Jóna Birna Óskarsdóttir leikskólakennari, f. 8. september 1965. Maður hennar Jón Gudmund Knutsen.
2. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur, f. 14. maí 1967. Sambúðarkona Ragnheiður Eiríksdóttir.
3. Ásta Óskarsdóttir tannlæknir, tónlistarmaður, f. 21. mars 1972. Maður hennar Karl R. Einarsson.
4. Fanney Óskarsdóttir, f. 22. apríl 1975. Fyrrum maður hennar Högni Friðriksson.
5. Gunnar Óskarsson tölvufræðingur, f. 18. ágúst 1981. Sambúðarkona hans Erla Arinbjarnardóttir.
II. Sambúðarkona Óskar er Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir Sigurðssonar húsfreyja, f. 24. september 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 21. nóvember 2008. Minning Gunnhildar.
- Óskar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.