Þórey Sigurjónsdóttir (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 17:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 17:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Þórey Sigurjónsdóttir. '''Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir''' frá Ofanleiti, barnalæknir fæddist þar 21. maí 1930.<br> Foreldrar hennar voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969. Börn Þórunnar og Sigurjóns:<br> 1. Eyjólfur Ko...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórey Sigurjónsdóttir.

Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Ofanleiti, barnalæknir fæddist þar 21. maí 1930.
Foreldrar hennar voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir, f. 7. maí 1928, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.

Þórey var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hún lauk námi utanskóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1950, hóf nám í við heimspekideild Háskóla Íslands haustið 1950, lærði sögu, þýsku og ensku í Óslóarháskóla á vormisseri 1951.
Þórey nam læknisfræði við Háskóla Íslands 1951-1959, lauk kandídatsprófi í janúar 1959, lauk ameríska útlendingaprófinu (ECFMG) í apríl 1961, lauk kandídatsnámi sínu á Landspítalanum og á Slysavarðstofu Heilsuvernarstöðvar Reykjavíkur 1959-1960.
Þórey var við sérfræðinám í lyflækningum í University of Pennsylvania Graduate School of Medicine, á Landspítalanum, barnadeild, á Borgarspítalanum, á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, barnadeild, á Borgarspítalanum og á Mayo Clinic í Rochester Minnesota, barnadeild 1963-1966 (síðustu 9 mánuðir einvörðungu hormónafræði barna).
Þórey átti námsdvöl í Niels Steensens Hospital í Gentofte í Danmörku í nóvember 1967 og í Mayo Clinic í Rochester Minnesota í september 1977.
Hún var starfandi barnalæknir í Reykjavík frá janúar 1968, barnalæknir á Landspítalanum mars-október 1967 og frá mars 1968 til maí 1970, og lausráðinn sérfræðingur á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, barnadeild (ungbarnaeftirlit) frá júní 1970. Hún var skólalæknir í Reykjavík 1970-1973.
Þórey var ritari Félags íslenskar barnalækna 1975-1978.
Ritstörf: Precocious Puberty, á report of 96 cases (sérfræðiritgerð).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.