Líney Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Líney Sigurjónsdóttir.

Líney Sigurjónsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari, myndlistarmaður í Reykjavík fæddist 7. maí 1928 og lést 2. janúar 2017.
Foreldrar hennar voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, f. 7. maí 1928, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.

Líney var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 17 ára.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1945, lærði fatahönnun, varð klæðskerameistari. Hún nam myndlist og er m.a. verk eftir hana á orgelloftinu í Strandakirkju. Einnig nam hún tónlist og var oft organisti við smærri athafnir hjá föður sínum.
Þau Matthías giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst í Litlagerði 9, en síðustu árin á Sléttuvegi 23.
Líney lést í janúar og Matthías í október 2017.

I. Maður Líneyjar, (7. janúar 1950), var Matthías Matthíasson rafvirkjameistari, yfirverkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 16. ágúst 1924 í Reykjavík, d. 23. október 2017. Foreldrar hans voru Matthías Stefánsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1897, d. 31. desember 1988, og kona hans Guðrún Kortsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1900, d. 1. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, f. 3. maí 1953. Maður hennar Magnús Valur Magnússon.
2. Guðrún Matthíasdóttir, f. 27. desember 1954. Maður hennar Arnór Sigurjónsson.
3. Þórey Anna Matthíasdóttir, f. 5. desember 1957. Fyrrum maður hennar Gunnar Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.