Snjólaug Sigurjónsdóttir (kennari)
Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, kennari fæddist þar 23. mars 1942.
Foreldrar hennar voru sr. Sigurjón Þorvaldur Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.
Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir, f. 7. maí 1928, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.
Snjólaug var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti í Reykjavík 1958, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og lauk kennaraprófi 1963.
Snjólaug var kennari í Vogaskóla í Reykjavík 1963-1966, í Ísaksskóla í Reykjavík frá 1967 til starfsloka, er hún var 65 ára.
Hún var leiðbeinandi í Skólagörðum Reykjavíkur sumrin 1960-1963, vann rannsóknastörf á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sumrin 1968 og 1969. Hún var trúnaðarmaður S.Í.B í Skóla Ísaks Jónssonar 1976-1977.
Þau Árni giftu sig 1965, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Tryggvi giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.
I. Maður Snjólaugar, (31. júlí 1965, skildu), var Árni Bergþór Sveinsson heildsali, framkvæmdastjóri, f. 1. júní 1939, d. 30. desember 2014. Foreldrar hans voru Sveinn Helgason heildsali, f. 30. nóvember 1908, d. 16. desember 1967, og kona hans Gyða Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1913, d. 16. janúar 1982.
Barn þeirra:
1. Sigurjón Þorvaldur Árnason verkfræðingur, f. 24. júlí 1966. Barnsmóðir hans Ásta Garðarsdóttir. Sambúðarkona hans Kristrún Þorsteinsdóttir.
II. Maður Snjólaugar, (30. júní 1973), er Tryggvi Viggósson lögmaður, f. 7. janúar 1945. Foreldrar hans voru Viggó Tryggvason lögfræðingur, f. 2. október 1917, d. 15. febrúar 2011 og Hrafnhildur Gríma Guðmundsdóttir Thoroddsen húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 27. febrúar 1923, d. 5. apríl 2012.
Börn þeirra:
2. Hrafnhildur Tryggvadóttir, f. 12. september 1974.
3. Þórður Tryggvason læknir, f. 4. febrúar 1978. Kona hans Edda Vésteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
- Snjólaug.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.