Árni Sigurjónsson (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Sigurjónsson lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík fæddist 27. september 1925 og lézt 1. október 2000. Hann var Vestmannaeyingur sem starfaði hjá útlendingaeftirlitinu að nafninu til en var frá 1939 (?) og fram eftir árum yfir ótilgreindum eftirlitsstörfum í þágu dómsmálaráðherra, sem þá var Bjarni Benediktsson.

„[Hann] var hár maður vexti og allmikill á velli, álútur nokkuð og þungbúinn, fámáll með ramma bassarödd, bar lengi lituð gleraugu, og reykti sterkar sígarettur.“ — (úr Whitehead 2006).

Foreldrar Árna voru Sigurjón Þorvaldur Árnason prestur að Ofanleiti, f. 1897 og k.h. Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 1903.

Eiginkona hans var Þorbjörg Kristinsdóttir kennari, f. 12. marz 1925.
Foreldrar hennar voru Kristinn Ármannsson rektor Menntaskólans í Reykjavík, f. 28. sept. 1895, d. 12. júní 1966 og kona hans Þóra Árnadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1900, d. 23. marz 1986.

Börn þeirra: Þóra Ingibjörg hjúkrunarfræðingur, f. 23. des. 1950; Sigurjón Þór deildartæknifræðingur, f. 16. júní 1952; Kristinn Friðrik lögfræðingur, sendiráðunautur, f. 5. janúar 1954; Þórunn Kolbrún húsfreyja í Keflavík (‘88), f. 12. marz 1960; Auður Björg viðskiptafræðingur, f. 26. febr. 1962.

MyndirHeimildir

  • Viðbót með uppruna og fjölskyldu skrifaði upphaflega Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi H.F., 1958-1988.
  • Þór Whitehead, Smáríki og Heimsbyltingin: Um öryggi Íslands á válegum tímum; Þjóðmál, Haust 2006 (3; 2).


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.