Páll Sigurjónsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hannes Páll Sigurjónsson.

Hannes Páll Sigurjónsson frá Ofanleiti, byggingaverkfræðingur fæddist þar 5. ágúst 1931.
Foreldrar hans voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir, f. 7. maí 1928, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.

Páll var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1952, lauk fyrri hlutaprófi í verkfræði í Háskóla íslands 1955, lauk prófi í byggingaverkfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1959, sat tveggja vetra námskeið hjá danska verkfræðingafélaginu um atvinnulífið, m.a. lögfræði og hagfræði, 1966-1968.
Páll var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen 1959-1960, hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli 1960-1961, hjá E. Phil & Søn A/S í Færeyjum 1961-1964 og í Kaupmannahöfn 1964-1968. Hann var yfirverkfræðingur hjá Fosskraft sf. við Búrfellsvirkjun 1968-1970, var einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS hf. frá 1970.
Félags- og trúnaðarstörf:
Páll var í samstarfsnefnd norrænna byggingaverkfræðinga 1967-1969, í stjórn VFÍ 1972-1974, varaformaður 1974, í stjórn dansk-íslenska félagsins 1975-1978, í stjórn Vertakasambands Íslands 1976-1982 og 1990-1992, varaformaður 1978-1982. Páll sat sat í stjórn VSÍ 1973-1985, í famkvæmdastjórn og formaður 1978-1985. Hann var fulltrúi í ráðgjafanefnd EFTA 1978-1985, í framkvæmdaráði Evrópusambands vinnuveitenda 1978-1985. Hann gekkst, ásamt öðrum, fyrir stofnun Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á Íslandi 1983, í stjórn 1983-1995 og í framkvæmdastjórn 1988-1995, í Landsnefnd Íslands á Alþjóða orkuráðstefnunni 1970-1978, í Landsnefnd Íslands í alþjóðanefmd um stórar stíflur frá 1975, í frmkvæmdastjórn frá 1987.
Páll sat í stjórn ÍSTAKS hf. frá 1970, stjórnarformaður Fossvirkis sf. frá 1978, stjórnarformaður Núps sf. 1987-1990, stjórnarformaður Vesturíss sf. frá 1990. Hann sat í stjórn verktaka- og verkfræðifyrirtækisins E. Phil & Søn A/S í Kaupmannahöfn frá 1989.
Páll var formaður stjórnar Útflutningsráðs frá 1993, skipaður ræðismaður Belgíu á Íslandi 1988.
Hann var félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur frá 1979, varaforseti 1989-1990, forseti 1994-1995.
Viðurkenningar: Riddari fálkaorðunnar 1987, heiðursmerki VFÍ 1993.
Þau Sigríður giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Páls, (12. desember 1959), er Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1934 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ísleifur Gísli Ólafsson aðalgjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunar í Reykjavík, f. 13. mars 1903 á Eyrarbakka, d. 19. október 1983, og kona hans Bjarndís Tómasdóttir húsfreyja, f. 28. október 1907 í Reykjavík, d. 22. ágúst 1998.
Börn þeirra:
1. Bjarndís Pálsdóttir viðskiptafræðingur, f. 24. ágúst 1962. Maður hennar Ólafur Johnson Ólafsson.
2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur, rekstarhagfræðingur, M.B.A., fjármálastjóri, f. 6. október 1965. Maður hennar Ari Edwald.
3. Gísli Pálsson byggingaverkfræðingur, f. 9. desember 1968. Kona hans Hildur Ragnars.
4. Sigurjón Pálsson byggingaverkfræðingur, f. 9. ágúst 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.