Sigríður Mjöll Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Mjöll Einarsdóttir''' húsfreyja fæddist 30. maí 1947 á Brekku við Faxastíg 4. <br> Foreldrar hennar voru Einar Kjartan Trausti Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, skipstjóri, f. 27. júní 1913, d. 23. janúar 1999, og kona hans Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 18. september 1917, d. 5. mars 1990. Börn Helgu Jónu og Einars:<br> 1. Örn Viðar Einarss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Mjöll Einarsdóttir húsfreyja fæddist 30. maí 1947 á Brekku við Faxastíg 4.
Foreldrar hennar voru Einar Kjartan Trausti Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, skipstjóri, f. 27. júní 1913, d. 23. janúar 1999, og kona hans Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 18. september 1917, d. 5. mars 1990.

Börn Helgu Jónu og Einars:
1. Örn Viðar Einarsson bifreiðastjóri, f. 23. desember 1936 á Hvoli.
2. Gísli Valur Einarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1943 á Brekku.
3. Sigríður Mjöll Einarsdóttir verkakona, húsfreyja, bóndi á Breiðabólstað í Vesturhópi, V.-Hún. og í Eyjum í Breiðdal, S.-Múl., f. 30. maí 1947 á Brekku.
4. Sævar Ver Einarsson vélvirki, húsvörður, f. 13. ágúst 1950 á Brekku, d. 26. apríl 2019.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Unnari Magnússyni 1966.
Þau Guðmundur giftu sig 1974, og Guðmundur varð kjörfaðir yngra barns Sigríðar. Þau bjuggu á Breiðabólstað í Vesturhópi, V.-Hún., Hólagötu 18 í Eyjum, þá í Eyjum í Breiðdal, S.-Múl., síðan Björk við Vestmannabraut 47 í Eyjum, en skildu 2007.
Sigríður bjó á Foldahrauni 42, býr nú við Sólhlíð 9.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Unnar Magússon sjómaður, f. 3. ágúst 1943 að Hvammi í Fáskrúðsfirði, d. 25. júlí 2016.
Barn þeirra:
1. Sverrir Unnarsson svæðisstjóri á Selfossi, f. 16. janúar 1966. Hann varð fóstursonur Guðmundar Inga. Kona hans Laufey Soffía Kristinsdóttir.

II. Maður Sigríðar (1974, skildu), var Guðmundur Ingi Kristmundsson bóndi, f. 6. apríl 1944 á Hnjúki við Brekastíg 20, d. 10. nóvember 2007.
Barn þeirra, kjörbarn Guðmundar:
2. Hörður Már Guðmundsson sjómaður, f. 26. mars 1972, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. nóvember 2007. Minning Guðmundar Inga.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður Mjöll.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.