Guðmundur Ingi Kristmundsson
Guðmundur Ingi Kristmundsson frá Hnjúki við Brekastíg 20, bóndi fæddist þar 6. apríl 1944 og lést 10. nóvember 2007.
Foreldrar hans voru Kristmundur Meldal Kristmundsson frá Meldal í Víðidal, V.-Hún., f. 4. maí 1899, d. 15. febrúar 1982, og Bjarnheiður Soffía Guðmundsdóttir húskona, ráðskona, f. 24. maí 1909, síðast á Hvammstanga, d. 5. júní 2002.
Guðmundur fór úr Eyjum með móður sinni nýfæddur. Hann var með húskonunni móður sinni í Laufási í Bólstaðarhlíðarsókn í V.-Hún. 1946 og húskonunni móður sinni 1947-1952, með ráðskonunni móður sinni á Böðvarshólum þar 1953-1960, með henni og Konráði Sigurðssyni á Breiðabólstað þar 1961 og 1962 og skráður bóndi á Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Þau Sigríður giftu sig 1974, bjuggu á Breiðabólstað, fluttu til Eyja, bjuggu við Hólagötu 18, urðu síðar bændur á Eyjum í Breiðdal, S.-Múl., fluttu til Eyja og bjuggu þar að síðustu í Björk við á Vestmannabraut 47. Þau skildu 2007.
Guðmundur lést 2007.
I. Kona Guðmundar Inga, (5. febrúar 1974, skildu 2007), er Sigríður Mjöll Einarsdóttir frá Brekku við Faxastíg 4, húsfreyja, f. þar 30. maí 1947.
Barn þeirra, kjörbarn Guðmundar:
1. Hörður Már Guðmundsson sjómaður, f. 26. mars 1972, ókvæntur.
Barn Sigríðar og fósturbarn Guðmundar:
1. Sverrir Unnarsson svæðisstjóri á Selfossi, f. 16. janúar 1966. Kona hans Laufey Soffía Kristinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 24. nóvember 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.