Steinunn Sigurðardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2022 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2022 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir. '''Guðfinna ''Steinunn'' Bjarney Sigurðardóttir''' frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, kennari fæddist þar 10. apríl 1929 og lést 12. nóvember 2022 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Rauðseyjum, síðar í Efri-Langey, f. 20. desember 1894, d. 28. nóvember 1975, og kona hans Þorbjörg ''Lilja'' Jóhannsdóttir f...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir.

Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, kennari fæddist þar 10. apríl 1929 og lést 12. nóvember 2022 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Rauðseyjum, síðar í Efri-Langey, f. 20. desember 1894, d. 28. nóvember 1975, og kona hans Þorbjörg Lilja Jóhannsdóttir frá Ballará á Skarðströnd, húsfreyja, f. 21. október 1903, d. 25. ágúst 1987.

Steinunn lauk kennaraprófi 1951, handavinnukennaranámi 1982 og prófi úr framhaldsdeild í handmenntum við Kennaraháskólann 1983. Hún sótti mörg námskeið í bókbandi 1974-1982.
Steinunn var kennari í Barnaskólanum og handavinnukennari í Gagnfræðaskólanum og Iðnskólanum í Eyjum 1951-1953, var forfallakennari um skeið.
Hún sat í stjórn hestamannafélagsins Gusts 1986-1988. Hún skrifaði m.a. um Hólahrossin og Þorberg Þorleifsson í bókina Jódynur II og bjó til prentunar bókina Bjart er um Breiðafjörð eftir föður sinn.
Hún eignaðist barn með Erni 1950.
Þau Jón giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Bæ við Heimagötu 22.
Jón lést 2017 og Steinunn 2022.

I. Barnsfaðir Steinunnar er Örn Gunnarsson kennari, f. 4. mars 1920, d. 15. september 1996.
Barn þeirra:
1. Ómar Arnarson tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1950. Fyrrum kona hans Gróa Elma Sigurðardóttir.

II. Maður Steinunnar, (31. desember 1954), var Jón Hjaltason frá Hólum í Nesjum, A.-Skaft., lögfræðingur, hæstaréttarlögmaður, f. 27. maí 1927, d. 7. desember 2017.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1952. Maður hennar Hermann Einarsson.
2. Anna Lilja Jónsdóttir kennari, f. 16. febrúar 1954. Maður hennar Brynjólfur Garðarsson.
3. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur, f. 20. júní 1959. Fyrrum kona hans Anna Elín Bjarkadóttir. Kona hans Helga Skúladóttir.
Barn Jóns áður með Klöru Þorleifsdóttur, f. 25. júlí 1926, d. 30. janúar 2011.:
4. Dr. Þorleifur Jónsson málfræðingur, kennari, bókavörður, f. 14. maí 1948. Kona hans Halldóra Andrésdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.