Hermann Einarsson (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hermann Einarsson.

Hermann Einarsson kennari fæddist 26. janúar 1942 í Sólhlíð 24 og lést 20. apríl 2019.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, lagermaður, f. 26. október 1914, d. 25. febrúar 1990, og kona hans Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1920, d. 23. apríl 2000.

Börn Ástu og Einars:
1. Hermann Einarsson kennari, útgefandi, f. 26. janúar 1942, d. 20. apríl 2019. Kona hans Guðbjörg Ósk Jónsdóttir.
2. Arnar Einarsson kennari, skólastjóri, f. 14. júní 1945, d. 21. júlí 2009. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.

Hermann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1958, lauk kennaraprófi 1965 og prófi í framhaldsdeild Kennaraskólans (sérkennslufræði: Tornæm og treglæs börn) 1969.
Hermann kenndi við Æfingaskóla Kennaraskóla Íslands veturinn 1965-1966 og við Barnaskóla Vestamannaeyja 1966-1974. Hann starfaði sem skólafulltrúi Vestmannaeyja 1977-1987. Hann hóf aftur kennslu við Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1987 og kenndi þar til starfsloka.
Hermann starfaði mikið að útgáfumálum: Aðsetursskrá og símaskrá fjölskyldufeðra og einstaklinga í Vestmannaeyjum, 1973. Sólhvörf 1975. Gaf út vikublaðið Dagskrá í rúm 30 ár. Einnig kom hann að útgáfu ýmissa rita, m.a. Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja og Eyjaskinnu, ársrits Sögufélags Vestmannaeyja. Hann var varabæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1966-1970 og starfaði enn fremur mikið fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Hermann var fréttaritari RÚV 1992-1997. Hermann var mikill félagsmálamaður, heiðursfélagi í Akóges, var félagi í Oddfellowreglunni, Veiðifélagi Suðureyjar og Listvinafélagi Vestmannaeyja.
Hann var formaður Vestmannaeyjadeildar Rauða kross Íslands 1998-2009 og hlaut gullmerki RKÍ árið 2016.
Hermann átti gildan þátt í gerð minnisvarðans um björgunarskipið Þór í Botninum.
Hann var tómstundabóndi á Breiðabakka í Vestmannaeyjum. Þar sinnti hann búskap ásamt félögum sínum með sauðfé og fiðurfé.
Þau Guðbjörg Ósk giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.
Hermann lést 2019.

I. Kona Hermanns, (23. júní 1973), er Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1952.
Börn þeirra:
1. Sigurborg Pálína Hermannsdóttir kennari, f. 7. september 1972. Maður hennar Páll Friðbertsson.
2. Steinunn Ásta Hermannsdóttir snyrtifræðingur, f. 11. mars 1975. Maður hennar Ágúst Ingi Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 27. apríl 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.