Guðbjörg Ósk Jónsdóttir
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja fæddist 26. desember 1952 í Bæ við Heimagötu 22.
Foreldrar hennar voru Jón Hjaltason frá Hólum í Nesjum, A.-Skaft., lögfræðingur, f. 27. maí 1927, d. 7. desember 2017, og kona hans Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, kennari, f. 10. apríl 1929, d. 12. nóvember 2022.
Börn Steinunnar og Jóns:
1. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1952. Maður hennar Hermann Einarsson.
2. Anna Lilja Jónsdóttir kennari, myndskurðarmeistari, f. 16. febrúar 1954. Maður hennar Brynjólfur Garðarsson.
3. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur, f. 20. júní 1959. Fyrrum kona hans Anna Elín Bjarkadóttir. Kona hans Helga Skúladóttir.
Barn Steinunnar og Arnar Gunnarssonar, f. 4. mars 1920, d. 15. september 1996:
4. Ómar Arnarson tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1950. Fyrrum kona hans Gróa Elma Sigurðardóttir.
Barn Jóns og Klöru Þorleifsdóttur:
5. Dr. Þorleifur Jónsson málfræðingur, kennari, bókavörður, f. 14. maí 1948. Kona hans Halldóra Andrésdóttir.
Guðbjörg Ósk var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, lauk námi í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði, lauk síðan 5. bekk í Gagnfræðaskólanum og einum vetri í Kennaraskólanum, varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1995 og fékk löggildingu fasteignasala eftir eins árs nám í H.Í.
Guðbjörg Ósk var fasteignasali í Eyjum og vann hjá föður sínum á lögfræðistofu hans.
Hún flutti til Hafnar í Hornafirði 2019.
Þau Hermann giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 27.
Hermann lést 2019.
I. Maður Guðbjargar Óskar, (23. júní 1973), var Hermann Einarsson kennari, f. 26. janúar 1942, d. 20. apríl 2019.
Börn þeirra:
1. Sigurborg Pálína Hermannsdóttir kennari, f. 7. september 1972. Maður hennar Páll Friðbertsson.
2. Steinunn Ásta Hermannsdóttir snyrtifræðingur, f. 11. mars 1975. Maður hennar Ágúst Ingi Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðlaug Ósk.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 27. apríl 2019. Minning Hermanns.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.