Óli Kristinsson (bakarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óli Kristinsson (bakarameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óli Kristinsson.

Óli Kristinsson frá Húsavík, bakarameistari fæddist þar 31. desember 1922 og lést 8. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson kaupmaður, f. 26. júní 1895 á Húsavík, d. 1. júlí 1950, og kona hans Guðbjörg Óladóttir húsfreyja, f. 26. febrúar í Kílakoti í Kelduhverfi, S.Þing.. dþ 24. október 1960.

Móðusystkini Óla í Eyjum:
1. Kristjana Óladóttir á Þrúðvangi, bæjarritari í Eyjum, f. 23. mars 1891, d. 6. mars 1966.
2. Þórarinn Ólason trésmiður, skrifstofumaður á Hoffelli, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
3. Sigurður Ólason á Þrúðvangi, forstjóri, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.

Óli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann flutti til Eyja 19 ára til að læra bakaraiðn, nam hana hjá Karli Björnssyni bakarameistara í Víðidal. Óli bjó í Víðidal.
Að námi loknu vann Óli við iðn sína í Eyjum, en flutti til Húsavíkur 1950. Þau Ingunn unnu við bakstur á Húsavík og Raufarhöfn á síldarvertíðum fyrstu 3 ár sín fyrir norðan. Þau tóku yfir Kristinsbúð, krambúð föður Óla, Kristins Jónssonar. Þau eignuðust matvöruverslunina Búrfell og ráku hana til 1984.
Óli var aðalhvatamaður og einn af stofnendum Bridgefélags Húsavíkur og formaður þess fyrstu 25 árin. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Húsavíkur og félagi í Rotaryklúbbi Húsavíkur um árabil. Seinni árin var hann virkur í Félagi eldri borgara á Húsavík. Óli var mikill frímerkjasafnari og félagi í frímerkjaklúbbnum Öskju á Húsavík.
Þau Ingunn giftu sig 1946, eignuðust tvö kjörbörn.
Óli lést 2006 og Ingunn 2013.

I. Kona Óla, (8. ágúst 1946), var Ingunn Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 12. maí 1928, d. 24. febrúar 2013.
Börn þeirra (kjörbörn):
1. Örn Ísfeld Ólason starfsmaður Nýþrifs, f. 31. október 1955. Fyrrum kona hans Jórunn Viggósdóttir.
2. Einar Ólason ljósmyndari, f. 30. ágúst 1957. Barnsmóðir hans er Bryndís Lárusdóttir. Fyrrum kona hans Jódís Hlöðversdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.