Björgvin Björgvinsson (Úthlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björgvin Björgvinsson frá Úthlíð, trésmíðameistari, byggingatæknifræðingur fæddist 27. september 1965.
Foreldrar hans voru Björgvin Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 10. desember 1984, og kona hans Jakobína Ólöf Sigurðardóttir (Obba) húsfreyja, f. 30. júlí 1931 á Dalabæ í Úlfsdölum, Eyjafj.s., d. 22. júní 2009.

Börn Jakobínu og Björgvins:
1. Sigþóra Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 17. janúar 1954. Maður hennar Bragi Júlíusson, látinn.
2. Jóna Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 7. nóvember 1957. Maður hennar Leifur Ársæll Leifsson, látinn.
3. Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðingur, f. 27. september 1965. Kona hans Valgerður Bjarnadóttir.

Björgvin var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði trémíðar hjá Leifi Ársæli mági sínum, lauk námi í byggingatæknifræði í Tækniskólanum 1991.
Björgvin stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri, var með Steingrími Sigurðssyni móðurbróður sínum.
Hann vinnur á Teiknistofu Páls Zóphoníassonar (T.P.Z.).
Þau Valgerður giftu sig 1999, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sólhlíð 19, en búa nú á Stapavegi 1.

I. Kona Björgvins, (12. júní 1999), er Valgerður Bjarnadóttir kennari, húsfreyja, f. 24. október 1961.
Börn þeirra:
1. Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir, f. 15. febrúar 1997. Hún er fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Sambúðarmaður Ólafur Bielawski.
2. Bergþóra Ólöf Björgvinsdóttir, f. 22. apríl 1999. Hún er hugbúnaðarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
3. Björgvin Geir Björgvinsson, f. 29. nóvember 2002. Hann er stúdent, vinnur við smíðar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.