Jóna Björgvinsdóttir (Úthlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóna Björgvinsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja, skrifstofustjóri fæddist 7. nóvember 1957.
Foreldrar hennar voru Björgvin Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 10. desember 1984, og kona hans Jakobína Ólöf Sigurðardóttir (Obba) húsfreyja, f. 30. júlí 1931 á Dalabæ í Úlfsdölum, Eyjafj.s., d. 22. júní 2009.

Börn Jakobínu Ólafar og Björgvins:
1. Sigþóra Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 17. janúar 1954. Maður hennar Bragi Júlíusson, látinn.
2. Jóna Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 7. nóvember 1957. Maður hennar Leifur Ársæll Leifsson, látinn.
3. Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðingur, f. 27. september 1965. Kona hans Valgerður Bjarnadóttir.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1974, nam í Ritaraskólanum í Reykjavík 1987, varð bókari í Háskólanum í Reykjavík 2009.
Jóna hefur verið skrifstofustjóri í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja frá 2001.
Þau Leifur giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Smáragötu 5.
Leifur lést í bílslysi á Suðurlandsvegi 2013.
Jóna býr á Smáragötu 5.

I. Maður Jónu, (19. júlí 1975), var Leifur Ársæll Leifsson húsasmíðameistari, f. 8. febrúar 1955 á Fögrubrekku við Vestmannabraut 68, d. 7. ágúst 2013.
Börn þeirra:
1. Birgir Þór Leifsson vélvirki, f. 28. febrúar 1976. Kona hans Fríða Björk Sandholt.
2. Ívar Örn Leifsson tölvumaður og margmiðlunarfræðingur, f. 13. nóvember 1983. Fyrrum sambúðarkona hans Linda Rakel Jónsdóttir. Sambúðarkona hans Jara Sól Guðjónsdóttir.
3. Rakel Ýr Leifsdóttir klæðskerameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1994. Sambúðarmaður hennar Benedikt Októ Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.