Valgerður Bjarnadóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, kennari fæddist 24. október 1961.
Foreldrar hennar voru Bjarni Jónasson, sjómaður, skipstjóri, matsveinn, kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi, f. 4. október 1937 og kona hans Jórunn Þorgerður Bergsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1935 í Austurhúsum að Hofi í Öræfum, d. 17. nóvember 2020 í Hraunbúðum.

Börn Jórunnar og Bjarna:
1. Jónas Bjarnason rafmagnsverkfræðingur, f. 13. september 1956. Kona hans Margrét Pálsdóttir.
2. Rúnar Bjarnason, f. 1. febrúar 1958, d. 5. júlí 1980.
3. Bergur Bjarnason, f. 27. maí 1959, d. 14. júlí 1960.
4. Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 24. október 1961. Maður hennar Björgvin Björgvinsson.
5. Bergþór Bjarnason, býr í Niece í Frakklandi, f. 2. júní 1968. Maður hans Olivier Francheteau.

Valgerður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1984 og lauk námi í Kennaraháskóla Íslands 1988.
Valgerður hefur kennt í Eyjum frá 1988.
Þau Björgvin giftu sig 1999, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sólhlíð 19, en búa nú á Stapavegi 1.

I. Maður Valgerðar, (12. júní 1999), er Björgvin Björgvinsson frá Úthlíð, trésmíðameistari, byggingatæknifræðingur, f. 27. september 1965.
Börn þeirra:
1. Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir, f. 15. febrúar 1997. Hún er fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Sambúðarmaður Ólafur Bielawski.
2. Bergþóra Ólöf Björgvinsdóttir, f. 22. apríl 1999. Hún er hugbúnaðarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
3. Björgvin Geir Björgvinsson, f. 29. nóvember 2002. Hann er stúdent, vinnur við smíðar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.