Sigþóra Björgvinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigþóra Björgvinsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja fæddist 17. janúar 1954.
Foreldrar hennar voru Björgvin Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 10. desember 1984, og kona hans Jakobína Ólöf Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1931 á Dalabæ í Úlfsdölum, Eyjafj.s., d. 22. júní 2009.

Börn Jakobínu og Björgvins:
1. Sigþóra Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 17. janúar 1954. Maður hennar Bragi Júlíusson, látinn.
2. Jóna Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 7. nóvember 1957. Maður hennar Leifur Ársæll Leifsson, látinn.
3. Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðingur, f. 27. september 1965. Kona hans Valgerður Bjarnadóttir.

Sigþóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1970.
Hún vann skrifstofustörf hjá DalaRafni og þau Bragi ráku Skipaafgreiðsluna í Vestmannaeyjum ásamt þrem öðrum. Það fyrirtæki seldu þau Eimskipafélaginu.
Þau Bragi giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 9a, en síðast á Búastaðabraut 16.

I. Maður Sigþóru, (25. maí 1974), var Bragi Júlíusson vélstjóri, vélvirki, verkstjóri, f. 11. september 1953 í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ í Rang., d. 20. júní 2021.
Börn þeirra:
1. Björg Ólöf Bragadóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 4. febrúar 1973. Maður hennar Valgeir Sigurjónsson frá Patreksfirði, f. 15. maí 1968.
2. Gylfi Bragason rafvirki í Reykjavík, f. 11. september 1980. Kona hans Edda Svandís Einarsdóttir, f. 5. apríl 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.