Jakobína Ólöf Sigurðardóttir (Úthlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jakobína Ólöf Sigurðardóttir.

Jakobína Ólöf Sigurðardóttir (Obba) frá Dalabæ í Úlfsdölum, Eyjafj.s., húsfreyja í Úthlíð fæddist þar 30. júlí 1931 og lést 22. júní 2009 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarni Jón Jakobsson bóndi á Dalabæ í Úlfsdölum, síðar á Siglufirði, f. 24. júní 1901 á Dalabæ, d. 1. október 1980, og Þórhalla Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1909 á Húsabakka í Aðaldal, S.-Þing., d. 8. desember 1988.

Bræður Jakobínu Ólafar í Eyjum:
1. Steingrímur Sigurðsson skipstjóri, skipaeftirlitsmaður, f. 4. janúar 1942, d. 19. maí 2017.
2. Þórður Rafn Sigurðsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. janúar 1943.

Jakobína Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, í Dalabæ, fluttist með þeim til Siglufjarðar 1950.
Hún vann á Sjúkrahúsinu þar 1951, á Hvítabandinu í Reykjavík 1952 og á hóteli á Sauðárkróki og var matsveinn á síldarbátum 1953.
Jakobína vann á sumrin við síldarsöltun en á veturna prjónaði hún flíkur eftir pöntunum. Hún vann við saltfiskverkun hjá útgerð Ársæls Sveinssonar, síðan hjá bróður sínum Rabba á Dala-Rafni og einnig í Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni.
Jakobína Ólöf réðst ráðskona hjá Björgvini Jónssyni í Úthlíð 1953.
Þau Björgvin giftu sig haustið 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Úthlíð við Vestmannabraut 58A.
Björgvin lést 1984.
Jakobína Ólöf bjó áfram í Úthlíð, en flutti 2003 að Eyjahrauni 2003, en var á Sjúkrahúsinu frá 2005.
Hún lést 2009.

I. Maður Jakobínu Ólafar, (26. september 1953), var Björgvin Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri í Úthlíð, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 10. desember 1984.
Börn þeirra:
1. Sigþóra Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 17. janúar 1954. Maður hennar Bragi Júlíusson, látinn.
2. Jóna Björgvinsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 7. nóvember 1957. Maður hennar Leifur Ársæll Leifsson, látinn.
3. Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðingur, f. 27. september 1965. Kona hans Valgerður Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.