Júlíana G. Ragnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2021 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2021 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir. '''Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir''' húsfreyja fæddist 25. ágúst 1933 í Reykjavík og...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir.

Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir húsfreyja fæddist 25. ágúst 1933 í Reykjavík og lést 16. nóvember 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ragnar Þ. Guðlaugsson verslunarmaður, blikksmiður, f. 14. nóvember 1911 í Hafnarfirði, d. 12. maí 1991, og Magnúsína Guðrún Grímsdóttir, síðast í Hveragerði, f. 6. ágúst 1909, d. 18. maí 1980.

Júlíana ólst upp í Sogni í Ölfusi og í Bæ í Kjós. Hún var í vist í Hveragerði og síðan afgreiðslumaður í mjólkurbúð í Reykjavík.
Hún vann mikið við sauma á ýmsum saumastofum.
Júlíana nam í Húsmæðraskólanum í Reykjavík.
Hún eignaðist barn með Þorgrími 1954.
Þau Guðni giftu sig 1957, eignuðust saman eitt barn og Guðni ættleiddi barn Júlíönu. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en síðan í Eyjum til Goss, á Breiðabliki, í Holti, í Blokkinni við Hásteinsveg og síðast á Heiðarvegi 27.
Þau bjuggu síðan í Keilufelli og Æsufelli í Reykjavík.
Júlíana Guðrún lést 2014 og Guðni 2016.

I. Barnsfaðir Júlíönu var Þorgrímur Bjarnason verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. september 1918, d. 6. júní 1996.
Barn þeirra, sem varð kjörbarn Guðna Þorsteinssonar, (sjá neðar), var
1. Helga Guðnadóttir.

II. Maður Júlíönu Guðrúnar, (31. desember 1957), var Guðni Þorsteinsson vélstjóri, útgerðarmaður, sjúkrahússstarfsmaður, f. 16. júlí 1933, d. 25. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Helga Guðnadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1954, d. 28. júní 2014.
2. Svavar Guðnason sjómaður, f. 9. september 1957, d. 31. júlí 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 26. nóvember 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.