Helga Guðnadóttir (Heiðarvegi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Helga Guðnadóttir.

Helga Guðnadóttir húsfreyja fæddist 21. mars 1954 í Stokkseyrarseli á Stokkseyri og lést 28. júní 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þorgrímur Bjarnason verslunarmaður úr Reykjavík, f. 16. september 1918, d. 6. júní 1996, og Júlíana G. Ragnarsdóttir, síðar húsfreyja í Eyjum, f. 25. ágúst 1933.
Kjörfaðir Helgu, (22. apríl 1986), var Guðni Þorsteinsson vélstjóri, útgerðarmaður, starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 16. júlí 1933, d. 25. janúar 2016.

Helga var með móður sinni og síðar henni og Guðna, sem varð kjörfaðir hennar.
Hún var með foreldrum sínum á Breiðabliki, í Holti, í Blokkinni við Hásteinsveg og síðast á Heiðarvegi 27 við Gos með barn sitt. Þau Bjarni giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum, fluttust til Reykjavíkur 1977 og bjuggu þar síðan.
Bjarni lést 2000 og Helga 2014.

I. Maður Helgu, (1973), var Bjarni Rögnvaldsson húsasmíðameistari, f. 7. maí 1953 í Eyjum, d. 24. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Rögnvaldur Bjarnason tæknimaður, nemi í tölvunarfræði, f. 11. september 1972. Barnsmæður hans Anna Kristín Scheving og Inga Maren Ágústsdóttir. Kona hans Oddný Arnarsdóttir.
2. Anna Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 15. september 1977. Maður hennar Þorvarður Tjörvi Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.