Guðni Þorsteinsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðni Þorsteinsson.

Guðni Þorsteinsson vélstjóri, útgerðarmaður, starfsmaður á sjúkrahúsi fæddist 16. júlí 1933 á Selalæk við Vesturveg 26 og lést 25. janúar 2016.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Steinsson járnsmíðameistari, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982, og kona hans Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.

Börn Sigurlaugar og Þorsteins:
1. Unnsteinn Þorsteinsson, f. 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26, d. 31. ágúst 2018.
2. Guðni Þorsteinsson, f. 26. desember 1933 á Selalæk, d. 25. janúar 2016.
3. Trausti Þorsteinsson, f. 21. apríl 1939 á Ásavegi 14.
4. Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14.

Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð vélstjóri og átti í útgerð. Í Reykjavík vann hann á sjúkrahúsi.
Þau Júlíana giftu sig 1957, eignuðust saman eitt barn og Guðni ættleiddi dóttur Júlíönu. Þau bjuggu í fyrstu á Bragagötu 33 í Reykjavík, en síðan í Eyjum til Goss, á Breiðabliki, í Holti, í Blokkinni við Hásteinsveg og síðast á Heiðarvegi 27.
Þau bjuggu síðan í Keilufelli og Æsufelli í Reykjavík.
Júlíana Guðrún lést 2014 og Guðni 2016.

I. Kona Guðna, (31. desember 1957), var Júlíana G. Ragnarsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 25. ágúst 1933 í Stokkseyrarseli á Stokkseyri, d. 16. nóvember 2014.
Börn þeirra:
1. Helga Guðnadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1954, d. 28. júní 2014. Hún var kjörbarn Guðna. Maður hennar Bjarni Rögnvaldsson, látinn.
2. Svavar Guðnason sjómaður, f. 9. september 1957, d. 31. júlí 2014. Barnsmæður hans Anna Rósa Traustadóttir og Elsa Guðbjörg Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 4. febrúar 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.