Gíslína Magnúsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2020 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2020 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gíslína Magnúsdóttir (Dölum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja fæddist 8. mars 1953 á Kornhól.
Foreldrar hennar Magnús Magnússon frá Kornhól, verkamaður, bóndi, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009, og kona hans Birna Rut Guðjónsdóttir frá Nýjalandi við Heimagötu 26, húsfreyja f. 7. október 1932.

Börn Birnu og Magnúsar:
1. Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, f. 6. desember 1951.
2. Gíslína Magnúsdóttir, f. 8. mars 1953.
3. Magnea Ósk Magnúsdóttir, f. 10. júní 1958 á Sj.

Gíslína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf, m.a. afgreiðslustörf í versluninni Borg og Heimaveri, var starfsmaður á leikskólanum Rauðagerði, á Sjúkrahúsinu og við ræstingar í Framhaldsskólanum.
Hún eignaðist barn með Sigurjóni 1973.
Þau Gísli giftu sig 1977, eignuðust tvö börn.
Þau búa við Stóragerði 2.

I. Barnsfaðir Gíslínu er Sigurjón Pálsson, f. 24. september 1946.
Barn þeirra:
1. Magnús Páll Sigurjónsson lögregluþjónn á Selfossi, f. 6. nóvember 1973. Hann er fósturbarn Gísla manns Gíslínu. Kona hans Elísabet Agnes Sverrisdóttir.


II. Maður Gíslínu, (7. október 1977), er Gísli Jóhannes Óskarsson kennari, fréttamaður, f. 18. desember 1949.
Börn þeirra:
2. Óskar Magnús Gíslason starfsmaður Bókasafnsins í Eyjum, f. 18. september 1979. Hann er ókvæntur.
3. Kristín Gísladóttir sjúkraliði, þroskaþjálfi í Reykjavík, f. 25. mars 1982. Maður hennar Trausti Hafliðason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.