Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 6. desember 1951.
Foreldrar hennar Magnús Magnússon frá Kornhól, verkamaður, bóndi, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009, og kona hans Birna Rut Guðjónsdóttir frá Nýjalandi við Heimagötu 26, húsfreyja, f. 7. október 1932.

Börn Birnu og Magnúsar:
1. Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, f. 6. desember 1951. Maður hennar Eggert Sveinsson.
2. Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja, m.a. starfsmaður á leikskóla, f. 8. mars 1953.
3. Magnea Ósk Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 10. júní 1958. Maður hennar Daði Garðarsson.

Aðalheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð leikskólastarfsmaður.
Þau Eggert giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Maður Aðalheiðar Svanhvítar, (5. maí 1973), er Eggert Sveinsson kennari og bifreiðasmíðameistari, f. 6. desember 1950 á Húsavík.
Börn þeirra:
1. Magnús Ingi Eggertsson húsasmíðameistari, f. 5. nóvember 1972. Kona hans Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir.
2. Helga Eggertsdóttir læknaritari á Landspítalanum, f. 29. janúar 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.