Friðrikka Svavarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. október 2020 kl. 12:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. október 2020 kl. 12:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Friðrikka Svavarsdóttir. '''Friðrikka Svavarsdóttir''' frá Litlu-Grund, húsfreyja, starfsmaður leikskóla o...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Friðrikka Svavarsdóttir.

Friðrikka Svavarsdóttir frá Litlu-Grund, húsfreyja, starfsmaður leikskóla og á öldrunarheimili, fiskverkakona fæddist þar 13. maí 1945 og lést 5. október 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Svavar Þórðarson afgreiðslumaður, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og kona hans Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998.

Börn Þórunnar og Svavars:
1. Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011. Maður hennar var Garðar Þorvaldur Gíslason.
2. Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. maí 1942, d. 3. febrúar 2004. Maður hennar var Halldór Pálsson.
3. Friðrikka Svavarsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1945. Fyrri maður hennar Stefán Pétursson. Maður hennar er Hrafn Óskar Oddsson.
4. Áslaug Svavarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. júní 1948. Maður hennar er Ingvar Vigfússon.
5. Svava Svavarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. febrúar 1956. Maður hennar er Egill Ásgrímsson.
6. Sif Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1957. Maður hennar er Stefán S. Guðjónsson.

Friðrikka var með foreldrum sínum í æsku, á Litlu-Grund, í London og á Heiðarvegi 11.
Hún vann við fiskiðnað, en lengst á Leikskólanum Rauðagerði og í Hraunbúðum, en um nokkurra ára skeið vann hún afgreiðslustörf í Reykjavík.
Þau Stefán giftu sig 1965, eignuðust tvö börn, bjuggu að Fífilgötu 5 og Vestmannabraut 72, en skildu.
Friðrikka og Hrafn giftu sig 2007, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Bessahruni 18 og síðast við Áshamar 19. Friðrikka lést 2020.

Friðrikka var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (27. nóvember 1965), var Stefán Pétursson frá Strönd, sjómaður, síðar á Ólafsfirði, f. 30. september 1943, d. 23. júlí 2016.
Börn þeirra:
1. Björgúlfur Stefánsson starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 3. ágúst 1963, ókvæntur.
2. Hlynur Stefánsson verkamaður í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó), f. 8. október 1964. Kona hans Unnur Sigmarsdóttir.

II. Síðari maður Friðrikku, (13. desember 2007), er Hrafn Óskar Oddsson, f. 2. nóvember 1945 í Neskaupstað.
Barn þeirra:
3. Lind Hrafnsdóttir húsfreyja, eigandi Leturstofunnar, útgefandi Tígull.is, f. 5. apríl 1982. Maður hennar Jón Örvar van der Linden.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.